Thursday, September 28, 2006

 
jæja...það er ekkert nýtt að frétta í þessu endemis verkfallsrugli. Allir leikskólar lokaðir og núna eru skólarnir lokaðir líka. Þannig að lítið er um lærdóm. Verð að viðurkenna að þetta er orðið hel. þreytt. En stálið bognar í annan endann innan skamms. Það hlýtur að vera. Tippa á að þetta klárist um miðbik næstu viku. En á meðan þá skiptum við vikunni með okkur (Við og Linda og Hrannar) svo að við náum eitthvað að læra. Núna er Ási vinur hans GT í heimsókn. Þeir leika sér eins og englar. Fengu að prófa bílabrautina sem ég fékk í jólagjöf frá Agga bró. Þá var gaman skal ég segja ykkur. Voru alveg cracy. Henni var síðan breytt í stökkpall þar sem bílarnir voru látnir fljúga. Þeim fannst það eiginlega skemmtilegra. Þá þurfti enga lægni-bara gefið í botn og flogið af stað. Ráku upp öskur af hlátri í hvert einasta sinn sem bílarnir klesstu á.

Annars eru mínir menn í West Ham að fara að spila á Sikiley í kvöld. Byrjuðu utanlandsferðina ágætlega (og eins og Englendingum vill oft sæma í útlöndum) þegar 50 áhangendur voru handteknir fyrir slagsmál og almenn ólæti. Já, hann kann sig breski almúginn. Það er ekki hægt að segja annað. Kurteisir fram úr hófi...sér í lagi með víni.

Er eitthvað hálf tómur. Nenni ekki meir. Þetta verkfall er að drepa í mér heilasellurnar.

Bæjó.

Thursday, September 21, 2006

 

Það er ennþá verkfall hérna hjá okkur og Gunnar Tumi er nú ekkert sérstaklega ánægður með það. Fer að gráta á morgnana þegar honum er sagt að leikskólinn sé ennþá lokaður. Hálf sorglegt. En þetta er í góðu gert og verkfallið til þess að það verði ekki þrengt að honum og öðrum börnum. Eða eins og pabbi sagði einu sinni við mig "börn eiga ekkert að skorta" og það er alveg hárrétt. En meðan á því stendur er það pínu súrt. Svolítið eins og að fara til tannlæknis. Vont meðan á því stendur en gerir manni ekkert nema gott (að vísu verð ég alltaf hálf blankur eftir tannlæknaferðir). En tilgangurinn helgar meðalið. Það er einhver voða bæjarfundur hérna í kvöld þar sem tekist verður á um þetta. Vona að það verði allt vitlaust og þeir sem settu fram þetta frumvarp sjái ljósið (og taki þ.a.l. hausinn út úr rassxxxxxxx á sér).

Að vísu bitnar þetta líka á Köru í fyrsta skipti í dag. Fritidshjemmet er blokeret. Sem þýðir að foreldrar standa fyrir utan og "meina" fólki aðgöngu. Þetta er gert svo að pædagógarnir haldi launum sínum þar sem þeir hafa ekki verkfallsrétt. Þá á að beina bæði börnum og pædagógum annað en það er nú sjaldnast gert. Svolítið fyndið í morgun þegar ég var að fara með Köru í skólann. Þá stóðu foreldrar fyrir utan skólann og voru að blokkera alveg brjálaðir. En þeir meikuðu það ekki alveg (þið vitið, að vera svona mikil hörkutól) þannig að þeir buðu upp á kaffi og með því líka. Yndislegir, þessir ljúflingar. Rosa reiðir en passa sig samt að vera kurteisir og ljúfir. Dettur alltaf í hug "og brosa..." setningin í Stellu þegar ég hugsa um Danina. Reyndar skil ég varla hvernig land eins og Danmörk getur alið af sér glæpamenn. En það er önnur pæling. Svartir sauðir hér sem annars staðar.

Svo vorum við Erla að kaupa tölvu. Einhvert súperman-tól. "Dell... að sjálfsögðu" eins og Hrannar myndi segja. Hann kom og hjálpaði mér. Sagði síðan í lok kaupa að þetta væri góð tölva. Hann væri öfundsjúkur. Þá varð ég öruggur um að þetta væru góð kaup. Þegar tölvunördið (hann er nota bene um 90% nörd samkvæmt tilteknu nördaprófi sem við tókum) er sáttur við tölvuna er hún meira en nægilega góð fyrir mig og Erlu. Ég hefði nú svo sem ekkert þurft að spá í þessu þegar Hrannar er annars vegar. Ég treysti honum algjörlega í öllu sem viðkemur "tækni". Þar stendur hann hreinlega framar flestum, ja...enda um 90% nörd. Annars er Dell fáránlega ódýrt í Danmörku. Veit ekki af hverju þessi munur stafar. Skoðaði samskonar tölvu á Ejs heimasíðunni (umboð fyrir Dell á Íslandi) og þar hún kostaði tæplega 40% meira. Verðmunur milli Danmörku og Íslands er ekki mikill (fyrir utan náttúrulega bíla og matvöru). Þannig að þetta meikar ekki alveg sense. En ég er sáttur.

Ég ælta að fara að sinna umkomulausum syni mínum.

Tuesday, September 19, 2006

 

Verkfall...

Jebb...það er verkfall hérna í Árósum. Í vetur voru það strætóbílstjórarnir en núna er það pedagógarnir. Í vetur var ég pirraður yfir þessum duttlungum í strætógaurunum en núna styð ég baráttu pedagógana heilshugar. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt allt saman. Staðan er semsagt þessi; Aarhus kommune ætlar að skera niður fjárveitingar til m.a. dagvistastofnana (barnaheimili, vögggustofur og fritidshjem) um 410 milj. danskra króna-aldraðir og sjúkir eru hinir hóparnir sem niðurskurðurinn lendir á...yndislegt hugmyndafræði að baki þessum niðurskurði. Þetta nemur í heild um 5 miljörðum íslenskra króna í niðurskurð. Útkoman úr þessum niðurskurði yrði sá að fjórði hver pedógóg myndi missa vinnu sína auk þess sem öll "umsvif" þessara stofnana yrðu minni (færri ferðir í skóginn, leikhús, bæinn. Færri uppákomur og þar fram eftir götunum). Fleiri börn per umönnunaraðila og minna gert með börnum er í kjarnann það sem verður.

En í sama mund og kommúnan ætlar að skera niður á þennan hátt ætlar hún að endurbæta járnbrautateinana og járnbrautakerfið fyrir u.þ.b. sömu fjárhæð. Það er í raun það sem vekur reiði. Bæði mína og annarra. Járnhlúnkar vs. börn og börnin tapa í ólsen-ólsen við járnbrautateinana. Fáránlegt svo ekki sé meira sagt. Það var meira að segja þannig að kommúnni bauðst mismunandi "dýrir pakkar" í sambandi við þessar endurbætur á járnbrautakerfinu og valin var langdýrasta leiðin af því hún var svo fljótleg. Ótrúlegar áherslur.

Þannig að leikskólinn hans Gunnars Tuma var lokaður í dag og við feðgarnir vorum heima. En við létum það svo sem ekkert draga okkur niður.

Við fórum bara og keyptum "stóra stráka hjól"-eða hjól með hjálparadekkjum. Það var löngu kominn tími á svoleiðis og minn er afskaplega sáttur með lífið og tilveruna. Straujar áfram á "stóra stráka hjólinu".









Þegar við vorum búnir að fara út í búð og kaupa hjólið þá þurfti að setja það saman. Pabbi "byggir" tók fram verkfæratöskuna og þrumaði þessu saman. Hafði engu gleymt frá því í Breiðholtinu í denn þegar hjól voru án nokkurar ástæðu skrúfuð sundur og síðan aftur saman.
















Þegar hjólið var samansett var ekkert annað að gera en að bruna af stað. GT var alveg með þetta. Hjólaði galvaskur áfram. Var öðru hvoru að tékka hvort ég væri ekki örugglega að horfa og kíkti þá stoltur á mig. "Sjáðu pabbi, ég kann alveg". En alltaf þegar hann snéri hausnum við datt hann næstum!!
















Síðan kíktum við um helgina upp í sveit í afmæli til Ása, vinar hans Gunnar Tuma. Afmælið var haldið í rosa flottu húsi við strönd og auðvitað röltum við í göngutúr niður á strönd. Eyjaskeggjarnir höfðu ekki fundið almennilega fyrir sjónum í langa hríð og því fínt að "prófa" hann aðeins. Það var enginn kyrrahafs fílingur yfir þessu. Hálf kaldur... en þetta var ótrúlega gaman.







Köru fannst að vísu eiginlega skemmtilegast að týna skeljar. Var að finna "bestu" skeljarnar með Viktoríu vinkonu sinni.

Wednesday, September 13, 2006

 

hæ again...



The cracy ass blogger er kominn aftur. Alveg trylltur. Alltaf að blogga.




Þetta er ég á leiðinni í skólann. Verð að viðurkenna að ég væri stundum alveg til í að þurfa EKKI að taka strætó í skólann. En það er bara partur af prógramminu, ekki satt?

Mér finnst ég svolítið listrænn á myndavélinni (aka. tryllitólinu)... svona pínu úr fókus. Á að vera þannig-þetta er náttúrulega ekkert 2005eitthvað.










Við familían á leiðinni í tivoli. Friheden...uhhhmmm. Klikkar ekki skal ég segja ykkur.












Muniði hvað það var ótrúlega gaman í klessubílunum í denn? Ég var samt alltaf í því að reyna láta engan klessa á mig. Gunnar Tumi var líka kominn í þann pakka. Kara var mest að spá í hvað hinir voru að gera. Og að reyna að klessa á Gunnar Tuma af því þá varð hann svo pirraður.
















Annars er bara all good hérna í Árósum. Sit hérna í 20 stiga hita og glampandi sól og er að læra. Hvernig er annars veðrið í Stigahlíðinni? Það er svo sem alltaf sól þar. Er í massa skemmtilegum fögum núna fyrir jól. Tveimur klínískum fögum og udviklings sálfræði. Eiginlega í fyrsta skipti sem ég er í alvöru touch-i við sálfræði sem "vinnufag". Þið vitið, hvað ég er actually að fara að vinna við. Mér finnst það rosa skemmtilegt. Væri samt alveg til að vera aðeins meira inn í hlutunum hérna. Svona "detta í bjór" stemmingunni með skólafélögunum. Ég er ekki að tengja við þau að neinu ráði. Ég er kannski ekki heldur sá vingjanlegasti... enda eini maðurinn í allri stofnunni með skegg. Ekki frýnilegur. Það eru jú bara 20% af heildinni sem GETA mögulega fengið skegg.

Kveð ykkur í bili,
Elli.




Monday, September 11, 2006

 

jæja...

Nokkuð síðan síðast. En ég er dottinn í gírinn og lofa tíðari færslum fyrir alla þá sem hafa áhuga í mínum lífsins gangi. Og af því ég á svo ótrúlega flottann síma/myndavél/tryllitól þá ætla ég líka vera duglegri að fleygja myndum inn. Já, það dugar sko ekkert minna en þriðja kynslóð farsíma fyrir mig. Sem ég get beinttengt við ískápinn og alles. Allavega.

Ég fór um helgina til Kaupmannahafnar og tók þátt í Klakamótinu. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er Klakamótið fótboltamót fyrir Íslendinga búsetta í Danmörku. Í þessu fótboltamóti er þó mest áhersla á bjórdrykkju og minnst á fótbolta. Líklega eðlilega.

Það var ótrúlega gaman. Ég fór með Heklu (fótboltaliðið í Árósum) og við unnum mótið sannfærandi. Ótrúlega nice náungar í Heklu-liðinu. Allavega, ég fór í sweeberinn í öðrum leik og eftir það fengum við Heklumenn ekki á okkur margt. Já, maður er kannski ekki með mestu næmnina í tásunum eða sprettharðastur. En tæklingar og læti eru mér einhverra hluta vegna í blóð borin.

Það var svo illa haldið utan um þetta mót að það var engu lagi líkt. Án þess að fara út í smáatriði þá var öll skipulagning léleg. En það er eitt atriði sem ég ætla að fara út í. Á laugardagskvöldið var einhver svona skemmtun sem var haldin niður í bæ á einhverjum fótboltabar. Liðin sváfu öll í einhverju úthverfi og fóru því um kvöldið niður í bæ. Við fórum sem sagt allir niður í bæ á þessa skemmtun. Við vorum allir búnir að spila 4 leiki yfir daginn þannig að margir voru ansi þreyttir eftir daginn. Ok, komum á barinn og horfðum á einhvern fótboltaleik, fengum síðan hamborgara að borða og síðan áttu allir að fara á djammið. Nokkrir voru þreyttir og beiluðu heim fyrr en hinir. Ég var þar á meðal. Við tókum taxa "heim" en þegar við komum þá var allt læst . Hringdum í gæjana sem skipulögðu mótið og þeir basically sögðu að þeir gætu ekkert gert fyrir okkur af því það var ekki ætlast til að menn færu svona snemma heim. Við yrðum bara að bíða. Við værum jú í Köben og þegar menn eru í Köben þá ættu menn nú að djamma. Eins og Köben sé eitthvað fuckin´ himnaríki á jörð. Djöfulsins fávitar maður. Þannig að við héngum úti fyrir utan húsið okkar þangað til Breiðholts-Elli varð brjálaður og hraunaði yfir einhvern skipuleggjandann sem sagði mér síðan að það væri lykill að húsinu í næsta húsi. Ég trylltist og sagði honum ljóta hluti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]