Thursday, September 28, 2006

 
jæja...það er ekkert nýtt að frétta í þessu endemis verkfallsrugli. Allir leikskólar lokaðir og núna eru skólarnir lokaðir líka. Þannig að lítið er um lærdóm. Verð að viðurkenna að þetta er orðið hel. þreytt. En stálið bognar í annan endann innan skamms. Það hlýtur að vera. Tippa á að þetta klárist um miðbik næstu viku. En á meðan þá skiptum við vikunni með okkur (Við og Linda og Hrannar) svo að við náum eitthvað að læra. Núna er Ási vinur hans GT í heimsókn. Þeir leika sér eins og englar. Fengu að prófa bílabrautina sem ég fékk í jólagjöf frá Agga bró. Þá var gaman skal ég segja ykkur. Voru alveg cracy. Henni var síðan breytt í stökkpall þar sem bílarnir voru látnir fljúga. Þeim fannst það eiginlega skemmtilegra. Þá þurfti enga lægni-bara gefið í botn og flogið af stað. Ráku upp öskur af hlátri í hvert einasta sinn sem bílarnir klesstu á.

Annars eru mínir menn í West Ham að fara að spila á Sikiley í kvöld. Byrjuðu utanlandsferðina ágætlega (og eins og Englendingum vill oft sæma í útlöndum) þegar 50 áhangendur voru handteknir fyrir slagsmál og almenn ólæti. Já, hann kann sig breski almúginn. Það er ekki hægt að segja annað. Kurteisir fram úr hófi...sér í lagi með víni.

Er eitthvað hálf tómur. Nenni ekki meir. Þetta verkfall er að drepa í mér heilasellurnar.

Bæjó.

Comments:
Ástarþakkir fyrir að leyfa Ása að koma í heimsókn í dag. Reddaðir mér alveg í flensunni. Held að hún sé á flótta núna eftir mikið "sof" og sólhattsskot. Ef hún fer ekki endanlega fer ég í Gajolið!
 
Hæ mínir menn West Ham hvað? Ég hélt að það væri ekki hægt að breyta um félag, ertu genginn af Man trúnni? Kær kveðja og reynið nú að njóta helgarinnar, knúsaðu þá sem það vilja þyggja frá mér.

Gamli
 
Hæ, það var í fréttum hér að fyrirskipaður sparnaður danskra sveitafélaga er 952 danskar milljónir og komi mest niðu á gömlu fólki og börnum. Tekjuafgangur danska ríkisins er áætlaður 80.ooo milljónir, já þetta er rétt 80 milljarðar danskarja danskra króna. Somthing rotten is going on in Danmark. Hvað er í gangi í höfðinu á fólki sem herjar á börn og gamalmenni, þegar ekki þarf annað en taka 1 af 80 til að lifa í betra þjóðfélagi. Er verið að taka upp norska modelið? Norska ríkið skuldar ekkert!!eru búnir að borga alla fjárfestingu vegna olíuboranna og eiga sjóði sem geta rekið norska ríkið um ókomna tíð. Nema hvað,
þar er sparað í skóla- og heilbrigðiskerfinu og öldruðum finnst vís naumt skammtað. Það er vit í því að sýna fyrirhyggju, en að spara fyrir ókomnum áföllum út í eitt, á meðan að þeim sem eru til staðar her og nú er skammtað svo naumt að verkföll og mótmælaaðgerði eru á fullu. Hugsaðu þér tæpur 1 milljarður myndi leysa málið hjá ykkur og ríkið er með 80 milljarja í ætlaðan tekjuafgang, svei mér þá ef vinstri maðurinn í mér er ekki að rumska. Vonandi fara nú ráðamenn að sjá að sér og þið getið farið að lifa eðlilegu lífi. Knúsaðu fólkið þitt frá mér.
Gamli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]