Monday, April 30, 2007

 

Neibb...ekki hættur í bili

Svaf á því hvort ég ætti að "beila" á þessu bloggeríi. Gonna keep it up. Allavegana eitthvað.

Heyriði...Gudjohnsen tekur boltinn af tánnum af næsta manni. Hleypur upp vinstri kantinn, sólar einn, sólar annan. Snýr á þann þriðja, sem síðan dettur greyið. Allt gerist þetta eins og í slow-motion og....og...og Gudjohnsen skorar. Sitt fyrsta mark í leiknum. Jú ég veit af hverju þetta virkaði allt svona hægt og af hverju blessaður kappinn flaug bara á hausinn. Hann var bara 4ra. Og sá sem skoraði var bara 3ja. Jebb, Gunnar Tumi skoraði á fótboltaæfingu. Var í Gudjhonsen búningnum sínum. Var þvílíkt sáttur með afrekið. Fyrsta sem hann gerði var að athuga hvort pabbi hefði ekki örugglega verið að horfa. Auðvitað var sá gamli að horfa. Síðan skælbrosti hann bara. Stuttu seinna var einhver svo ónotalegur að dúndra (eins fast og 4ra ára piltar geta annars dúndrað) boltanum í hann og þá kom skeifan. Andhverfa skælbrosins. Svo tveimur sekúndum síðar nístandi grátur. "Pabbi, hann sparkaði bara í miigggggg!!!". Það er ekki tekið út með eintómri sældinni að mæta á fótboltaæfingar 3ja ára. En þá er líka fínt að hlaupa aðeins í fangið á pabba sínum og kúra pínu stund.

Annars er þetta same old, same old. Erla að rembast við að hætta að reykja og við hin í viðbragðstöðu á meðan.

Ég er búinn að kaupa flugið heim. Allt komið á fast varðandi vinnuna í sumar. Ég verð í sama pakka og í fyrra og kem heim 11. júní. Á dagskrá um sumarið: hafa það notalegt í Stigó, kíkja í mat til Malla og Agga, láta baka mig í squash, fara í sumó og raka kartöflugarðagrasið hennar múttu (taka allavega stærstu hnullungana;), ferðast pínu um Ísland, detta í það í bjartri sumarnóttinni, heilaþvo hundruði unglinga um mikilvægi hugans og geðsins, fara í neslaugina, fá mér pylsu, fá með eldsmiðjupizzu, segja "eina appelsín, takk", hlaupa úti í endalausa súrefninu sem "svífur yfir vötnum" þarna og margt fleira. Þetta verður stuð. En fyrst þarf ég að tækla verkefni hérna. Sjáum hvernig það fer.

Svo vil ég gjarnan óska Valsmönnum til hamingju með Íslandsmeistartitilinn. Þetta var flott. Voru stabílir og stinnir á stóru mómentunum og áttu dolluna skilið. Sérstaklega langar mig til að óska Óskari Bjarna þjálfara til hamingju. Hann er búinn að leggja mikið inn fyrir þessum titli. Las mjög fallegan og innilegan pistil eftir hann á valur.is þar sem hann þakkar fólkinu í kringum sig. Það mættu margir taka sér þann mann til fyrirmyndar. Auðmjúkur sigurvegari...það eru ekki allir sem hafa þann persónueiginleika. Reyndar er ég nokkuð viss um að margir taki hann sér til fyrirmyndar nú þegar. Allavega geri ég það.

Heyrumst.
Elli.

Sunday, April 29, 2007

 

Good times...

Búið að vera frábært veður hérna í Árósum undanfarna daga. Svo gott að ég kvíði hálfpartinn fyrir prófalestri. Ekki það að ég kvíði honum ekki hvort sem er. En meira!

Ég kíkti á Midlake tónleikana í gær. Voru fínir tónleikar. Rólegheita, soothing stemming. Voru nokkuð þéttir bara. Mæli með Midlake fyrir leitandi sálir. En þetta voru engir !!! (chk, chk, chk) tónleikar. Við fórum á þá um daginn og það eru held ég bara langskemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á. Þvílíkir töffarar. Sexý stemming í loftinu þegar þessi egó sem þeir eru stigu á stokk.

Annars rúllar lífið áfram hérna...æji ég nenni ekki þessu bloggi. Er orðinn einhvern veginn hálf latur við þetta. Finnst þetta orðið pínu þreytt. Ætla að sofa á því hvort ég segi ekki pass við þessu í bili.

Heyrumst,
Elli.

Sunday, April 15, 2007

 

Sprunginn...

Ég er alveg búinn á því núna. Við héldum 2 afmæli fyrir Köru um helgina...eitt bekkjasystra afmæli og eitt íslenskt afmæli. Litla stelpan mín orðin 7 ára skvísa. Get varla haldið uppi höndunum ég er svo þreyttur (...af hverju í ósköpunum ætti ég vera mikið með hendurnar beint upp í loft?...en það er önnur pæling). Erla var eins og hershöfðingi í eldhúsinu í kökubakstri alla helgina. Ég skil ekki hvernig hún heldur augunum opnum núna. En frábær helgi að baki sem heppnaðist vel. Ég ætla að fara að slefa í koddann minn og hrjóta duglega.

Heyrumst...
Elli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]