Thursday, September 21, 2006

 

Það er ennþá verkfall hérna hjá okkur og Gunnar Tumi er nú ekkert sérstaklega ánægður með það. Fer að gráta á morgnana þegar honum er sagt að leikskólinn sé ennþá lokaður. Hálf sorglegt. En þetta er í góðu gert og verkfallið til þess að það verði ekki þrengt að honum og öðrum börnum. Eða eins og pabbi sagði einu sinni við mig "börn eiga ekkert að skorta" og það er alveg hárrétt. En meðan á því stendur er það pínu súrt. Svolítið eins og að fara til tannlæknis. Vont meðan á því stendur en gerir manni ekkert nema gott (að vísu verð ég alltaf hálf blankur eftir tannlæknaferðir). En tilgangurinn helgar meðalið. Það er einhver voða bæjarfundur hérna í kvöld þar sem tekist verður á um þetta. Vona að það verði allt vitlaust og þeir sem settu fram þetta frumvarp sjái ljósið (og taki þ.a.l. hausinn út úr rassxxxxxxx á sér).

Að vísu bitnar þetta líka á Köru í fyrsta skipti í dag. Fritidshjemmet er blokeret. Sem þýðir að foreldrar standa fyrir utan og "meina" fólki aðgöngu. Þetta er gert svo að pædagógarnir haldi launum sínum þar sem þeir hafa ekki verkfallsrétt. Þá á að beina bæði börnum og pædagógum annað en það er nú sjaldnast gert. Svolítið fyndið í morgun þegar ég var að fara með Köru í skólann. Þá stóðu foreldrar fyrir utan skólann og voru að blokkera alveg brjálaðir. En þeir meikuðu það ekki alveg (þið vitið, að vera svona mikil hörkutól) þannig að þeir buðu upp á kaffi og með því líka. Yndislegir, þessir ljúflingar. Rosa reiðir en passa sig samt að vera kurteisir og ljúfir. Dettur alltaf í hug "og brosa..." setningin í Stellu þegar ég hugsa um Danina. Reyndar skil ég varla hvernig land eins og Danmörk getur alið af sér glæpamenn. En það er önnur pæling. Svartir sauðir hér sem annars staðar.

Svo vorum við Erla að kaupa tölvu. Einhvert súperman-tól. "Dell... að sjálfsögðu" eins og Hrannar myndi segja. Hann kom og hjálpaði mér. Sagði síðan í lok kaupa að þetta væri góð tölva. Hann væri öfundsjúkur. Þá varð ég öruggur um að þetta væru góð kaup. Þegar tölvunördið (hann er nota bene um 90% nörd samkvæmt tilteknu nördaprófi sem við tókum) er sáttur við tölvuna er hún meira en nægilega góð fyrir mig og Erlu. Ég hefði nú svo sem ekkert þurft að spá í þessu þegar Hrannar er annars vegar. Ég treysti honum algjörlega í öllu sem viðkemur "tækni". Þar stendur hann hreinlega framar flestum, ja...enda um 90% nörd. Annars er Dell fáránlega ódýrt í Danmörku. Veit ekki af hverju þessi munur stafar. Skoðaði samskonar tölvu á Ejs heimasíðunni (umboð fyrir Dell á Íslandi) og þar hún kostaði tæplega 40% meira. Verðmunur milli Danmörku og Íslands er ekki mikill (fyrir utan náttúrulega bíla og matvöru). Þannig að þetta meikar ekki alveg sense. En ég er sáttur.

Ég ælta að fara að sinna umkomulausum syni mínum.

Comments:
Hæ elskurnar. Til ham með nýju tölvuna!
Flottar myndir af ströndinni og tívolíinu..
Kærlige hilsen
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]