Thursday, May 25, 2006

 
Hæ...

Ég var að lesa blogg hjá náunga sem ég þekki ekkert en mér finnst hann vera snillingur. Fór að spá í hvort ég væri að krossa einhverjar siðferðislínur prívasíunnar við það að kíkja á bloggið hans. Ekki það að ég veit vel að þið gerið þetta líka. Hluti af því að vera breyskur eins og allir auðvitað eru. Auk þess sem blogg er gert til að fleygja hugsunum sínum í faðm annarra. En það er pínu eins og maður sé að gluggagæjast (sem maður auðvitað er). Anyways...

Dottinn í bækurnar (mikið óskaplega hlýtur öðru fólki að leiðast það þegar stúdentar skrifa um námið sitt). Er ekki neinu stressi þannig að möguleikinn á að njóta er fyrir hendi. Sjúga bara uppl. og dunda sér. Spá í draslinu og sjá hvernig hægt er að færa það á aðra hluti. Hvaða próf ég gæti t.d. notað á Agga bróður og stríðnina hans (já eða það að hann sé tapsár í spilum-Aggi; víst ertu tapsár!!). Já, eða hvort jákvæð fylgni sé milli skrefalengdar hjá GT og kúkaferðum hans (Gunnar Tumi byrjar alltaf að hlaupa eins og brjálaður þegar hann er að fara kúka) og hvaða próf maður gæti notað á það. Skrefalengd gæti verið á bæði nominal og ordinal skala. Jafnvel fært hana á ratio skala... Voru þið dottin út-skil það vel. Ég skal hætta.

Nokkrir hlutir sem ég hef verið að spá í.

-Af hverju leyfði þetta fólk sér að púa á Ísland og Litháen (og raunar alla þá sem gáfu ekki Grikkjum 12 stig) í Júróvísjón? Það fór í taugarnar á mér.

-Er Da Vinci code í alvörunni ekki góð? Ég var búinn að sjá hana fyrir mér ótrúlega góða.

-Ætla ég aldrei að ná þessum hröðu skiptingum í Weezer lögum? Ég bara graspa þetta ekki.

Farinn. Ætla að taka endasprettinn í lærinu.


Elli

Wednesday, May 24, 2006

 

Síðasta próf, heimkoma og fjúk.

"Time has told me.." hljómar í tólunum núna. Ég er að byrja að læra fyrir síðasta próf og hver er betri en Nick Drake til að setja þetta "all in perspective"? Er glaður og hress með þetta allt saman. Fínt að fara í pínu aðferðafræði (síðasta prófið mitt er statistik i psykologi) og dunda sér við að reikna. Prófið er 9. júni og ég kem heim daginn eftir. Ég kem sem sagt heim 10. júní með grislingana og Fannar. Þið sem eruð vinir mínir og vinkonur (eða bara öllum þeim sem þykir vænt um mig) megið endilega hringja í mig í 11. júni og dagana eftir og segja til dæmis "hæ Elli, langar þig að koma á kaffihús, barinn, sund, fara í fótbolta eða körfubolta, út að skokka, kíkja í gymmið, kíkja í kaffi, vera memm, koma í bíó, fara í útilegu?" eða bara segja eitthvað skemmtilegt (verð í síma 564-3392 og fæ síðan e-n gemsa). Ég er allavega farinn að hlakka til að koma heim í "fjúkið"-hvað er með það by the way? Ég var að tala við yndislegan pabba minn í gær og hann sagði við mig; "já það er nú hálf lélegt veður hérna. Svona fjúk- snjórinn fýkur svona meðfram götunum". Það er að koma fuckin´ júní! Gamla millet úlpan verður rennd upp í háls þegar við komum út í hurð á KEFLAVIK AIRPORT og krakkarnir teknir úr sandölunum og settir í snjógallann. En fín skipting svo sem-fjölskylda og vinir í staðinn fyrir gott veður. Maður fær varla allt í þessum heimi og fínt að gera sér grein fyrir því strax. Ágætis "bítti" að mínu mati.

Allavega, farinn í snilllinginn Hugh Coollican (endilega tékkið á kauða ef þið eruð að læra sálfræði. Hef aldrei lesið jafn skemmtilega kennslubók í sálfræði-statistik reyndar).

Bæjó.
Elli.

Wednesday, May 10, 2006

 

Haircut

Jæja, sumarið er klárlega komið og til marks um það fór ég í sumarklippinguna......til Erlu.

Svona var þetta orðið fyrir haircut...



















Og svona eftir....

Þið megið endilega kommenta á það hvernig ykkur finnst hafa tekist til. Ég veit að þetta er umdeilt og til dæmis finnst Lindu þetta mjög ljótt (hún segir að vísu að þetta sé "alveg mjög fínt"). Þannig að þið megið segja ykkar skoðun en mín skoðun er sú að ég er töffari!!! Svona Tóki munkur kind of töffari. Ég held samt að fóstrunum á leikskólanum hjá krökkunum hafi ekki litist á blikuna þegar útlenski pabbinn kom með hátrúarlega klippinguna að sækja börnin. Ég er viss um að þau tékkuðu á skólatöskunni minni og athuguðu hvort ég væri nokkuð líklegur til að bomba staðinn í tætlur í trúarstríði gegn bla...

Allavega, Heyri í ykkur.

Elli.


Tuesday, May 02, 2006

 
Las yfir síðustu færslu og djöfull var hún leiðinlega, maður. Fuckin ei´. Alvörunni ég er ekki svona leiðinlegur-þið verðið að trúa mér.

Þannig að ég ákvað að setja inn pínu svona "ekki neitt færslu". Bara til að fá hina neðar á síðuna.

Allavega. Líklega kominn með hörkuvinnu fyrir sumarið. Kem með það seinna hver hún er-þegar hún er í hendi. En hún er killer. Annars er ég farinn að hlakka til að koma heim í sumar. Farinn að sakna Íslands svolítið. Hitta fólkið mitt, fara í sund og lifa í íslenska pakkanum í pínu stund.

Nenni ekki neinu bloggi núna. Ég skal vera úber skemmtilegur á morgun-ég lofa.

Góða nótt,
Elli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]