Sunday, April 30, 2006

 

Sunnudagur....

Mér hefur alltaf fundist sunnudagar pínu skrítnir dagar. Veit ekki alveg af hverju. Mér líður á vissan hátt eins og ég verði að nota daginn. Gera eitthvað skemmtilegt, heilbrigt eða blaaaaaa. Samt finnst mér líka sunnudagar vera til þess gerðir að chilla bara alveg. Hanga bara. Andfýla, kaffi, ekki fara í sturtu, kúra yfir videospólu, leggja sig. Algjörar andstæður sem gera það stundum að verkum að ég er einhvern veginn ekki alveg rólegur í því sem ég ákveð að gera. Hvorn pakkann ég vel-andfýlukaffigeraekkineitt pakkann eða "yndislega" pakkann. Akkúrat núna eru báðir grislingarnir hjá vinum sínum í sleepover. Búin að hafa rosa gaman. Erla kemur á eftir og Fannar með henni. Og mér finnst ég knúinn til þess að gera eitthvað. Ryksuga, taka til (það er allt voða fínt hérna-ég tók til í gær). Meika ekki alveg að sitja fyrir framan tölvuna með kaffi. Vá, hvað ég er komplexaður. Allavega.

Ég fór í pool og fússball með Hrannari í gær á skítugasta stað sem ég veit um. Ok, hann heitir að vísu GAS STATION og gefur sig út fyrir að vera svona pínu "röff". Spilar skemmtilega klassíska rokkslagara, sýnir fótbolta á stóru tjaldi og er yfir höfuð stíliseraður sem svona strákastaður. En common. Það var svo ógeðslega óhreint að það var svona ryk-köngulóarvefur á öllum hátölurum og ljósum. Inn í fússball borðunum (þau voru með svona glerloki) voru rauðar skítaflugur sem hummuðu í kringum kallanna eins og aðdáendur. Og ljósin í fússball borðunum voru annað hvort ónýt eða blikkandi og fúnkeruðu þá sem strope fyrir dans skítaflugnanna. Það var allt fljótandi í hlandi á klósettinu og við það tækifæri sagði einn Daninn þegar Hrannar fór á klósettið "nar man skal, skal man bare" eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að míga bara á gólfið ef manni væri nægilega mikið mál. Nei, andskotinn.

Allavega, ætla taka gítarsession. Sé ykkur.

Elli.

Tuesday, April 25, 2006

 
Jíís, lúíís...

Ég var kominn með hálfan pistil hérna áðan en þurrkaði hann út. Þvílík froða sem getur oltið út úr mér. Las yfir draslið og skildi varla sjálfur hvað ég átti við. Þannig að ég byrja bara aftur.

Stutt update á stöðu mála:
-ég er ekki búinn að vera nægilega duglegur við lærdóm (but who cares? Ég smóka þessi próf hvort er).
-ég er hins vegar búinn að vera gríðarlega duglegur við flest annað. Þ.á.m. í ræktinni og bæta mig í því að skipuleggja þvottaferli til enda.
-ég á fallegustu konu í heimi sem er að fara leggja dægurmálaskrif Íslendinga að fótum sér- það gerir hún með vinstri áður en hún verður annar kvenforseti Íslands (ég er séður-náði mér í gellu sem er að fara þjéna skrilljónir í framtíðinni og svo ferðast ég bara með henni út um allan heim en þarf aldrei að vera með á þessum deadly leiðinlegu erindreka fundum-flý bara á næsta kaffihús:)
-ég er að verða nokkuð lunkinn á gítarinn. Kominn með gripin á hreint og spila næstum sómasamlega, alveg þangað til að kemur að helvítis þvergripunum. By the way; hver fann upp á þessum fáránlegu þvergripum? Getur ekki einhver Nietzche tónfræðinnar drepið þessi þvergrip, rétt eins og hann drap Guð? Það hlýtur að vera talsvert einfaldara verk, ekki satt?
-ég er frábær, já FRÁBÆR í singstar!!!! Ég er svo lagviss, ég er með svo yndislega fallega og þýða, ljúfa rödd sem rennur eins og vatn í gegnum glögg tóneyru. Ég er tónlistarleg unun í singstar. Þegar ég kem heim til Íslands í sumar þá ætla ég að vinna með þessa sönghæfileika enn frekar og að halda "kariókí kvöld Ella og co." og skora á fólk í karióki-battle svona eins og rapparnir gera í svörtustu Harlem. Síðan stend ég sveittur upp á sviði í lok kvöldsins. Ótvíræður sigurvegari-svona eins og Elvis þegar var farið að síga á seinnihlutann hjá honum blessuðum.


Þetta var svona "the basics" án þess að vera raunverulega kannski kjarninn í tilveru minni. En það er nú líka kannski þannig að tilveran fúnkerar best í hreyfingarleysi sínu. Svona "engar fréttir eru góðar fréttir" pæling. Þarf ekkert endilega að endurspegla hræðslu við breytingar eða vanafestu sem veldur því að maður hjakkar í sama ruggustólnum allt lífið og ruggar sér á meðan maður bíður eftir náunganum með ljáinn. Bara að tilveran rúllar. Ég vs. tilveran. Nei, ég plús tilveran og láta sig fljóta með. Gera það sem ég get til að vera glaður og hamingjusamur. Gera það sem ég get til að gera aðra glaða. Gera það sem ég get til að laga galla mína. Einföld atriði sem kristallast öll í því að maður hefur stjórn á lífi sínu. Maður ákveður að akta og aksjónið byggist á trausti gagnvart tilverunni í kringum sig.

Kannski að ég ætti að skrifa alíslenska sjálfshjálparbók sem myndi heita; Hífðu þig upp af rassgatinu, auminginn þinn!! Heldurðu að einhver annar geri það fyrir þig? Nei, auvitað ekki!! ,eftir Erlend Egilsson. Síðan kæmi svona falleg fjölskyldumynd af mér á baksíðunni sem væri í húrrandi þversögn við titilinn. Svo stæði á baksíðunnni; "Þýdd á yfir 40 tungumál. Hefur selst í sjötíuþúsundmilljónskrilljón eintökum. Ágóðann hefur Erlendur gefið allan til góðgerðamála þar sem konan hans er forseti hins smáa lýðveldis Íslands og því hefur hann ekkert við peninga að gera-hann hangir bara á kaffihúsum í útlöndum og skrifar bækur" . Nei, andskotinn. Nú er ég hættur. Sorry. Ég rugla bara hérna.

Allavega. Ég er farinn.

Servus, Elli.

Wednesday, April 05, 2006

 
Staðan í Friends quiz-inu er þannig að:

1. Snorri 100
2. Bryndís 80
3. Elfa Björk 70
4. Einsi 70
5. Binni 70
6. Mía (þekki ég einhverja Míu-aðra en dóttur Lóu og Gunna?) 70
7. Hrabba 60
8. Hrannar 50
9. Óli 50
10. Vin 50
11. Hildur Sve. 50
12. Svana 50
13. Erla 30
14. Guðný 30
15. Hrönn 20
16. XY 20
17. Kiddi B. 10



Ok. Þetta gekk bara bærilega hjá flestum. Snorri (Snorri Steinn eða Snorri úr Breiðholti?) er þarna á toppnum. Ef þetta er Snorri Steinn þá liggur það í augum uppi að atvinnumenn í handbolta hafa EKKERT við tímann að gera-annað en að stúdera dægurþætti í sjónvarpi. Nei, bara djók. Þú ert samt nörd Snorri. Þetta var erfitt próf og ég vissi ekki helminginn af því áður en ég bjó til prófið. Það er nú samt greinilegt að sumir atvinnumenn í handbolta nýta tíma sinn í eitthvað annað og gáfulegra en að stúdera Joey og vini-allavega virðist Kiddi B. lítið velta Friends fyrir sér:)

Síðan eru nokkrir no-names þarna. Mía, Vin og XY. Það væri gaman að fá að vita hverjir þetta eru. En kannski ekkert lífsins nauðsynlegt svo sem.

Ég ætla að hafa matar-þema næst. Spurningar sem varða matarlist, hversu matur er næringarríkur eður ei o.s.frv. Gæti orðið skemmtilegt. Fucka þessum smámælta bretapjakk upp (Jamie Oliver). Þó hann sé eitthvað thing þarna hinum megin við sjóinn myndi hann skítfalla á prófinu mínu.

Allavega, farinn að elda mat handa rófunum. GT enn eina ferðina lasinn. Duddumál komin í rugl og hann borðar ekkert. Líklega verðum við Kara bara þeim mun duglegri við lasagna át.

Yfir og út
Elli.

Tuesday, April 04, 2006

 

Hún á afmæli í dag...

Helgin liðin og ég á núna 6 ára dóttir! Hver hefði trúað því fyrir 6 árum síðan að ég myndi eiga yndislega 6 ára dóttur að 6 árum liðnum. Enginn. Ekki einu sinni ég sjálfur. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er (ekki það að mín sé að kveldi komin; 7,9,13).

Tvö afmæli voru haldin. Eitt fyrir nánasta fólkið hérna í Árósum og síðan kom fylkingin. Leikskólinn hennar kom í dag í afmæli. 21 danskt barn og pedagógar með þeim. Þvílík hersing. En þau voru yndisleg. Kara var alveg með þetta. Hún er ótrúlegur gestgjafi. Hún er 6 ára gömul og ég kemst ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað þetta allt saman varðar. Hún smókar svona "host"-hlutverk. Hún var, og hefur verið í svona mánuð, mjög meðvituð um að hún sjálf væri að fara halda veislu. Ekki við foreldrar hennar heldur hún sjálf. Hún á svo sem ekki langt að sækja þessa hæfileika. Erla á ekki í miklum erfileikum með veisluhald.

En ég dáðist af Köru í dag. Allt klárt. Sá um að leggja á borð. Passaði sérstaklega að vera í góðu skapi þrátt fyrir að spennustigið væri ansi hátt (mamma hennar var nefnilega búin að segja henni að lykillinn að skemmtilegum afmælisveislum væri að afmælisbarnið væri í góðu skapi), passaði að allir fengju köku og síðan fór hún í það að mála liðið. Strákarnir á deildinni voru undir rest líka komnir í röðina ólmir í make-up. Það var líka tekinn handboltaleikur á ganginum þar sem ég og Kara vorum á móti rest (ég held svei mér þá að mér hafi fundist skemmtilegast í leiknum. Allavega var ég sá eini sem var farinn að svitna og sjá um að brjóta á strákunum í hinu liðinu). Síðan fór hún með múttu sinni í bæinn að kaupa afmælisgjöf frá ömmu og afa í Stigó. Hún var eitt stórt "Reynis-Pétursbros" allan daginn. Kom heim með bangsa sem er svo flottur að honum fylgir sérstakt fæðingarvottorð. Allavega, yndislegur dagur liðinn og yndisleg dóttir mín að verða fullorðin.

Heyri í ykkur.
Elli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]