Tuesday, January 30, 2007

 

"Þetta er að skella á"...

eins og Bubbi (eða Böbba Sparks eins og gárungarnir kalla hann) segir gjarnan boxlýsingunum. Danir á eftir. Er orðinn ansi spenntur. Hef blendnar tilfinningar gagnvart þessum leik. Vongóður en kvíðinn. Held að við vinnum en meika ekki ef við töpum. Voða týpískt svo sem.

Danirnir eru með hörkulið. Kasper Hvidt er besti markmaður í heimi (spyrðu hvaða Dana sem er). Mér finnst hann klárlega einn af þeim allavega. Gríðarlegur keppnismaður og góður á "stóru mómentunum", þ.e. í mikilli spennu og miklu álagi. Það sem ég hræðist eiginlega mest hvað hann varðar er hversu góður hann er einn á móti einum (t.d. af línu, horni eða hraðaupphlaupum) og við erum að slútta svolítið mikið þannig.

Þeir spila mjög góða vörn þar sem Lars Jorgensen er þeirra fyrirliði. Það er svolítið fyndið að segja frá því að fyrir mótið þá skipaði Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, mönnum í ráðherra embætti (áþreifanleg hlutverkaskipti...þetta á víst að vera mjög móðins í vinnusálfræði). Sumir leikmenn voru skemmtiráðherrar (sáu um afþreyingu leikmanna), aðrir ferðaráðherrar (sáu um að taka bolta og annað því um líkt) og Lars Jorgensen var varnarmálaráðherra. Hann var síðan spurður út í þetta og var hálf ósáttur við hlutverk sitt, vildi mun frekar vera sóknarmálaráðherra (þó frekar í gríni en alvöru...hann er hálf stirðbusalegur í sókninni blessaður).

"Sóknarmálaráðherra" Dana er síðan Joachim Boldsen. Fermeterinn sem við elskum að hata. Hann er ekki hár í loftinu og þeim mun stærri á aðra kanta. Hann hefur verið frábær í mótinu það sem af er. Einn besti fintarinn (gabbhreyfingar) í boltanum. Minnir mig pínu á það hvernig Maradonna spilaði fótbolta. Með þyngdapunktinn mjög neðarlega og einhvern veginn aldrei hægt að setja hann í gólfið. Hann hættir aldrei og ótrúlega lunkinn við að finna göt í vörninni. Gallinn hans að mínu mati er hversu fljótt hann brýtur sig úr öllu skipulagi (öllum kerfum sem sett eru upp) sem gerir það að verkum að þetta verður pínu "one man show". Aðrir pínu óöruggir í kringum hann. Ég vil meina það að hversu hann hefur spilað vel í mótinu hafi bitnað á heildar sóknarleik Dana.

Síðan eru þeir náttúrulega með "dúlluna", hann Lars Christiansen. Búinn að skora fáránlegt magn marka en ég ætla hér með að segja ykkur eitt. Hann á ekki eftir að geta neitt á eftir að því að hann drullar alltaf á sig á "stóru mómentunum". Lítið hjarta og það bitnar á honum í svona leikjum. Ég segi að Lars Rasmussen verði kominn inn á annað hvort um miðjan fyrri hálfleik og eða í hálfleik.

Ætla aðeins að hrauna yfir Danina. Oftast hefur mér fundist þeir spila mjög góða taktík (hafa góð sóknarkerfi) en í þessu móti hefur það ekki verið eins gott að mínu mati. T.d. hafa þeir verið mikið að spila tvöfalda klippingu sem endar á því að vinstri skyttan kemur á öfugum vallarhelmingi (þar sem hægri skyttan er vön að spila) upp í skot með tvöfalda blokk. Úrslitamarkið sem Anders Oechsler skoraði á móti Noregi var að mig minnir einmitt þannig mark. Búið að þrengja skotgeira skyttunnar fullt og hreinlega bara erfitt skot. Þeir eru nefnilega í pínu vandræðum þar sem Per Leegaard (örvhenta skyttan þeirra) er ekki búinn að vera góður. Reyndar var "stjarnan" frá Aarhus Kasper Sondergaard (líka örvhent skytta) enn verri. Því hafa þeir neyðst til að hafa rétthentan hægra meginn sem gerir allt flot (hversu vel boltinn gengur milli manna) mun erfiðara og höktandi. Gæti verið sniðugt fyrir okkur að pressa svolítið á rétthentan hægra megin þegar hann er með boltann svo hann lendi í vandræðum. Tel að það verði Boesen sem spili mikið þar í dag.

Vörn, markvarsla og aggrísivur en skynsamur sóknarleikur skilar okkur sigri. Ég held að ef við spilum alvöru bolta í dag og skilum því sem við eigum að skila þá tökum við þá.

Mín spá er 30-28 fyrir okkur.

Kveðja,
Elli.

P.s. nýjasta nýtt. Per Leegaard (örvhenta skyttan þeirra) verður ekki með vegna þess að hann er kominn með influensu. Mikill kostur fyrir okkur og vísa í "rétthentur hægramegin" spjallið því til stuðnings.

Thursday, January 25, 2007

 

Hæ...

Búinn að spjalla eiginlega eingöngu um HM undanfarið. Þetta er náttúrulega það sem helst ber á góma. Allir í spjalli um HM og hverjir séu nú bestir og hverjir séu sætastir (kvenþjóðin alltaf að spá í sætleika íþróttamanna...sem nota bene eru eiginlega alltaf hálf ógeðslegir svona í miðjum leik, smurðir svita og viðarkvoðu).

Erla er að fara heim á morgun í praksís og við (ég og kids) komum heim 9. feb. Verðum til 20. feb. Vil minna fólk á það að ég á stórafmæli (25) þann 19. feb og þá vil ég gjarnan fá stóra og harða pakka í afmælisgjöf í tugatali. Ekkert í heimilið eða eitthvað sem aðrir njóta góðs af. It´s just about me. Nei, svona í alvöru þá komum við heim í chill og þið megið endilega hallo-a mig og spyrja hvort ég nenni að hitta ykkur (sem ég nenni alveg pottþétt). Verð örugglega bara með danska símann.

Síðan eru það Pólverjarnir á eftir. Þeir eru með mjög gott lið. Tjernóbíl slysið Bielecki (what the fuck-hvað gerðist fyrir blessaðan manninn. 2ja metra Thom Yorke eftir asni langt fyllerí og extra gulrótarautt hár) er gífurleg skytta. Slummar á markið að 13 metrum eins og hann sé að taka víti. Eru síðan með mjög góðan miðjumann sem er í Magdeburg, rétt eins og Bielecki, sem heitir Tkaczyk. Góða hornamenn (sem eru bræður held ég alveg örugglega) og heilt yfir flott lið þar sem þorrinn af þeim spilar í Bundesligunni. Þeir eru ekkert sérstaklega sterkir varnarlega og með hálftæpa markmenn. Spila örugglega 6-0 á móti okkur (jafnvel 5-1). Frekar basic. Ef við erum aggrísívir á fótum varnarlega og erum duglegir að ganga (í skrokk á þeim) út í þá þá tökum við þá. Þurfum að stoppa Tkaczyk. Helst að taka hann svolítið fast. Fílar illa mótlæti. Svo hefur Alex tekið Bielecki í nefið í Bundesligunni. Lykill í dag er góð vörn og samvinna markmanns og varnar á skytturnar þeirra. Þurfa hirða þessar bombur utan af velli. Þetta verður spennandi.

Allavega, ég er farinn að hita upp (poppa bjór og öskra á börnin...nei nei, öskra bara á Erlu á hlýrabolnum mínum í staðinn).

Veriði margblessuð...
Elli.

Wednesday, January 24, 2007

 

Gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar...

Það tókst. Tókum Túnis. Two in a row. Þetta var mikilvægt. Spiluðum massa vörn í seinni hálfleik sem kláraði þetta. Aggressívir á fótum og endalaust að fá fríköst. Þetta var gaman. Gaman líka sjá Robba Gunn og Ásgeir koma inn í vörnina. Skiluðu sínu vel. Rolo góður. Að vísu alltaf jafn slappur gegn hornamanni. Skil það ekki alveg eins og hann er góður maður gegn manni í dauðafærum. En það er samt eitthvað voða harmony yfir þessu núna. Erum með menn sem geta komið inn af bekknum og það er lykilatriði þegar það er komið svona langt fram í mót. Bjartsýnn á þetta. En geri mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert komið í vasann enn.

Bis später
Elli.

Tuesday, January 23, 2007

 

Loksins...

get ég bloggað aftur. Er búinn að vera í hörku bloggstuði en ég gerði þau mistök að gera e-a voða fína breytingu á blogginu sem mælt var með-þ.e. færa mig yfir í nýju týpuna. Það gerði ekki neitt nema koma í veg fyrir blogg af því ég skildi hvorki upp né niður í þessari nýju bloggtýpu. Að gera svona breytingu er reyndar ekki mjög einkennandi fyrir mig. Venjulega rígheld ég í gamlar hefðir og venjur þangað til mér er þröngvað til breytinga. Veit ekki hvað kom yfir mig. En allavega, það verða ekki fleiri breytingar á mínum háttum í bráð. Ég hef komist að náttúru breytinga og hún er ekki góð.

En að skemmtilegri málum;HM!!! Horfði á leikinn í gær eftir sniðugar ábendingar sniðugt fólks á síðunni hennar Hröbbu. Ég og Hrannar keyptum dagsáskrift á netinu og náðum leiknum. Þetta var geðveikt. Shit. Ég bara hoppaði út um allt af ákafa og gat ekki setið kyrr allan leikinn. Nú verðum við hér í Danaveldi bara að búa til e-ð HM stúdió til að horfa á leikina sem eftir eru. Ég er handviss um að við náum að komast í 8 liða úrslit. Þurfum allavega að vinna einn leik í milliriðlum. Tel að við getum vel unnið Pólverja og Túnis. Spurning með Deutchland. En Túnis á morgun.

Lifið heil.
Elli.

Tuesday, January 16, 2007

 
Sorrý, long time no blog. Ekki búinn að nenna að skrifa neitt undanfarið. Var í prófum en loksins eru þau búinn. Allt of löng prófatörn. Prófin hérna í Danmörku er þannig að þau byrja í desember og eru síðan út janúar. Fáránlegt. Kannski 3 vikur milli prófa hjá manni. En það er allt saman fyrir aftan mig núna og ég kominn í frí. Kósý, mjög kósý.

Það er verið að skipta um glugga hjá okkur. Fyrst var tekin önnur hliðin í húsinu og seinna (núna) hin hliðin. Verkamennirnir eru voða yndislegir og nærgætnir en þetta er ástand sem er líklega eins og maður sé að byggja hús sjálfur. Býr í pörtum íbúðarinnar. Pínu þreytandi. En þetta tekur fljótt af. Og eftir standa nýjir og fínir gluggar, sem nota bene gjörbreyta íbúðinni. "Þetta er bara allt annað. Gvöð hvað þetta er sætt" segja allir sem koma hingað núna. Áður var það þannig að fólk ygldi sig þegar það kom inn en sagði "nei, hvað þið hafið náð að gera kósý". Alltaf bara kósý. Þegar ég flyt heim ætla ég ekki að hafa íbúðina mína bara kósý heldur ógeðslega töff líka.

Síðan er HM í handbolta að byrja á föstudaginn og handboltanördið ég er farinn að hlakka voða mikið til. Ég verð alltaf hálf asnalegur í kringum svona stórkeppnir handboltalandsliðsins. Verð alveg líkamlega stressaður þegar þeir spila (pínu svona óglatt og naga endalaust neglurnar). Vonandi að þeir standi sig. Reyndar hef ég fulla trúa á því. Við eigum frábært handboltalandslið. Líklega það besta fyrr og síðar. En það er stutt milli hláturs og gráturs. Erum kannski ekki með stóran hóp og erum með lykilleikmenn sem mega alls ekki við því að meiðast. Vonum bara hið besta og öskrum einkunnarorð Íslendinga hástöfum í von um að örlögin falli okkur í skaut; "Þetta reddast bara".

Elli.

Monday, January 01, 2007

 

Árið 2007 gengið í garð

Enn eitt árið runnið sitt skeið. 2006 var gott ár. Stundum svolítið erfitt og eiginlega alltaf viðburðaríkt. En það sem einkenndi síðasta ár hvað mest voru lausir endar sem voru hnýttir og árangri náð. Já...löngu óvissutímabili eiginlega lokið. Því fylgja góðar tilfinningar. Þægilegheit og afslöppun. Stabíliteti komið á, það er svona kjarninn í árinu frá mér séð þegar ég rúlla yfir það í huganum.

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er ég auðvitað uppfullur að mismunandi heitum sem ég er búinn að lofa mér að standa við á nýju ári. Má náttúrulega ekki gefa þau upp en þau miða meira og minna öll að því að verða að betri manni. Elska þá sem ég elska og o.s.frv. Eitt sem ég ætla þó að gefa. Það er heitið sem ég gaf mér að hætta éta jafn óeðlilega mikið magn af sælgæti og ég hef gert...ja, líklega bara frá því að ég fór að stjórna því sjálfur hvað ég setti ofan í mig. Þetta reynist líklega erfitt. En með hjálp góðs fólks (aðallega Erlu) þá mun ég sigrast á þessum löstum. Stend uppi sem champ á endinum. Múhahahahaa, gott á ykkur gómsætu sykurstykki sem voru ekki étin.

Á eitt próf eftir sem ég fer í eftir viku. Það er stórt próf og mikill lestur. En þetta er bara vika og ég skal hundur heita ef ég get ekki sinnt þessu almennilega í þann tíma.

Gleðilegt nýtt ár og megi gæfa fylgja ykkur á árinu.
Elli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]