Wednesday, February 28, 2007

 

miðvika...

Ekki mikið í gangi hjá mér...nema að við erum að fara til Tenerife um páskana (við fjölskyldan og Linda, Hrannar og Auður Erla)!! Jebbs, það verður geðveikt...sunblock á alla í okkar familíu allan tímann nema köru. Veit ekki alveg hvað maður er að spá. Gæti alveg eins verið í úlpu þarna á Kanarí. Ekki verð ég brúnn svo mikið er víst. Verður rauður og svo...neibb því miður bara aftur hvítur. Annars er ég nú búinn að láta það flakka að ég verði eingöngu á g-streng og hlýrabolnum frá lendingu og fram að brottför. Hvernig finnst ykkur það? Já, ég vissi það. Alveg það sama og mér finnst...TÖFFFFF.

The school er byrjaður á fullu og ég hundskast upp í skóla á hverjum degi. Er kominn með félaga með mér í skólanum sem heitir Haukur og á hann þökk skilið fyrir að vera til staðar og drekka kaffi með mér í skólanum. Var farinn að klepra á þessari einveru þarna og eiginlega hættur að nenna læra upp í skóla...sem svo gerði það aftur að verkum að lærdómurinn fór fyrir lítið þar sem ég er ekki nægilega duglegur heimafyrir (alls konar truflandi faktorar hérna heima). Þannig að þetta er allt í áttina. Það hefur lítið breyst í sálfræðiskor Árósarháskóla frá síðustu skrifum mínum um nemendurna þar. Pjöllurnar ennþá með Snooby strokleðurinn sín og hugga sig með teppi við fyrirlestra virtra fyrirlesara spöglerandi í hverju þessar elskur eigi að vera í um helgina. Æji, þær eru svo sem ágætar. Eru alveg til að ljósrita fyrir mann lesplönin sín og lána manni glósur úr síðasta tíma og svona. Það vantar samt allt fútt í þetta lið. Það er aldrei svona "alvöru" fílingur þarna. Bara kaffi-andfýla, hár út í loftið og svitafýla eftir lestur næturinnar. Aldrei bara "æji fuck it hvað ég nenni ekki að spá í þessu liði í dag". Aldrei stelpa (eiginlega eingöngu stelpur) sem kemur án þess að hafa haft sig aðeins of mikið til. Þið vitið týpuna...aðeins of mikið til haft hárið og aðeins og mikil ilmvatnslykt.

Ég er nú samt ekkert svona reiður. Byrjaði bara að ausa úr skálum reiði minnar (eiginlega alveg óvart...ætti kannski að tékka nánar á þessu...hvort það þurfi að kreista þetta kýli enn fremur og vinna með það). En áður en ég fer að snerta á viðkvæmari málefnum en veimiltítuhætti sálfræðinema í Árósum þá ætla ég að hætta, bjóða góða nótt og segja bæjó.

Elli.

Thursday, February 22, 2007

 

Denmark...klikkar ekki

Við erum komin til Danmerkur aftur. Gott að vera kominn heim eftir fínt stopp á Íslandinu góða. Gaman að hitta alla þá sem manni þykir vænt um og búa á skerinu.


En þegar við komum til baka byrjaði að snjóa og það hefur kyngt niður snjónum hérna á Jótlandi. Í dag var það síðan þannig að öllu skólahaldi var aflýst, strætó gekk ekki og fólk var flest bara heima hjá sér í dag. Ég ætla svo sem ekkert að gera lítið úr þessum snjó en hann er alveg garanterað ekki svo mikill að ekki sé hægt að fara í skólann eða sinna sínu daglega amstri. Danirnir eru alveg í sjokki. Skilja bara ekkert í þessu. Set inn nokkrar myndir af ósköpunum.








Ég hef alltaf dáðst að einu í fari Dana og það er þessi samhugur sem einkennir þjóðina. T.d. var sett upp sérstök tilkynning á heimasíðu kommúnunar (bara eins og heimasíða Reykjavíkurborgar) að fólk ætti að vitja eldri nágranna sinna og athuga hvort þeim vanti eitthvað og hvort þeim líði ekki örugglega vel í þessum mikla snjó. Hér er tilkynningin;

Se til ældre naboer i snevejret
22. februar 2007
Århus Kommune opfordrer folk til at kigge ind til, eller ringe til ældre mennesker i nabolaget og sikre sig at de har det godt og ikke mangler mad eller andre fornødenheder.




En ég er nú samt á þeirri skoðun að maður geti alveg klætt þetta af sér og labbað út í snjóinn.





En svona til að ljúka þessu þá ætla ég að setja inn mynd af sjálfum mér sem var tekin einhvern tíma í fyrra og sýnir minn innri mann. Þið sem haldið að þið þekkið mig eitthvað...hahahaha ég er búinn að vera plata allan tímann. Þetta er ég í alvörunni











Monday, February 19, 2007

 

Næsland og afmæli...

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli ég Elli, ég á afmæli í dag. Ég er 25 ára í dag, ég er 25 ára í dag, ég er 25 ára Elli, ég er 25 ára í dag. Veeeiiiiiii.

Jebbs, skrattakollurinn orðinn 25. Er ekki talað um að hátindi karlmennskunar sé þar með náð og leiðin liggi niður á við hér eftir. Við skulum vona ekki (allavega held ég að Erla spenni greipar...þið vitið hvað ég meina).

Dagurinn verður með rólegra móti. Kíkja í sund með gríslingunum og snattast eitthvað. Svo er það bara dene á morgun. Það verður fínt að fara í rútínuna sína aftur. Ég er ekkert ólíkur krökkunum með þetta. Líður hvað best heima og í rúllinu mínu. En þetta hefur verið fín ferð. Ágætt að fá íslenskt veruleikasjokk öðru hverju og finna hvað bíður manns þegar námi lýkur.

Bið að heilsa þeim sem mig vilja þekkja,
Elli.

Monday, February 12, 2007

 

Er á Íslandi...

já ég er á Íslandi...er búinn að vera hundlasinn síðan ég kom í síðustu viku. Er að berja þetta af mér í rólegheitum.

Ég verð á Íslandi fram á þriðjudag í næstu viku (20. feb) og þið getið náð í mig í síma 31721925.

Kveð í bili,
Elli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]