Friday, November 30, 2007

 

Hjólaðu strákur, hjólaðu!


Gunnar Tumi er farinn að hjóla án hjálpardekkja!
Við feðgarnir röltum áðan út í kiosk að kaupa föstudags ísinn. Allt í einu vildi GT láta taka hjálpardekkin af og ég "gúdderaði" það og vippaði þeim af þegar við komum heim. Ég var klár með kústskaftið til að styðja við pjakkinn en hann starði bara á mig og sagði "pabbi, þú þarft ekkert kúst, ég kann alveg að hjóla". Ég jánkaði bara og brosti með sjálfum mér (hélt að hann væri bara svona líkur pabba sínum og myndi þrjóskast við og síðan hrynja á hausinn). Síðan sest hann upp á hjólið og straujar af stað. Hjólar eins og hann hafi aldrei gert annað. Pabbinn í panik...ég bjóst náttúrulega engan veginn við því að hann gæti þetta..."bíddu Gunnar, ekki svona hratt, bíddu...passaðu þig". Svo stoppar hann bara og segir "pabbi, sjáðu bara. Ég kann alveg að hjóla".

Friday, November 09, 2007

 

Húmor, sviðsframkoma og kósíheit.

Raggi vinur minn benti mér á viðbjóðslega fyndinn sketch. Ég er búinn að liggja í krampa yfir þessum sketch og fór að skoða hvaða náungar eru. Þeir heita The whitest kids u know og er samansafn New York náunga sem eru að slá í gegn. Allavega hér slóðin http://www.youtube.com/watch?v=BkgMbU-we1o .

Ég er við sama heygarðshornið. Við hestaheilsu og úberhress. Alveg að springa ég er svo hress. Ég er byrjaður að hreyfa á mér rassgatið aftur. Pásan sem ég tók, sem átti reyndar upprunalega bara að vara í c.a. 2 daga, var orðin allt of löng. Svo rúllar skólinn eins og venjulega. Þetta er reyndar óttalegt "afslappelsi" þessi önn. Lítið lestrar álag og kósíheit. Þannig að ég stíla á það að vera kominn í jólafrí um 15 des. og vera í fríi til 4. jan. 2008. Hvernig líst ykkur á það? Jebb mér líka.

Á morgun er svo singstar night hjá mér, Erlu og nokkrum fleirum. Ég er farinn að hita upp og taka skalann ótt og títt. Hann er reyndar ekki alveg fínstilltur hjá mér (verður seint) en ég óttast ekki neitt. Málið er nefnilega að gefin verða stig úr sal fyrir sviðframkomu, einlægni, dansa og annað og ég veit vel að ég hef alltaf geislað á sviði...alveg frá því að Venni Linnet sagði mér í leiklist í Breiðholtsskóla í denn að ég hefði svo gríðarlega mikla útgeislun og nærveru (reyndar sagði hann að hún væri allt of mikil og bað mig um að hafa mig hægan). Þannig að ég er "set for tomorrow".

Góða helgi,
Elli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]