Wednesday, October 17, 2007

 

Við erum ömurleg fótboltaþjóð

Akkúrat núna erum við að tapa fyrir Liechtenstein í fótbolta. Common!! Leikurinn er að vísu ekki alveg búinn en engu að síður erum við að tapa. Við erum að tapa fyrir þýskumælandi skattaparadís sem er enn meira smáríki en við. Staðan er 3-0 og þetta er svona svipað og steinliggja fyrir Vatíkaninu eða Mónakó í handboltaleik. Ég verð að vera fyllilega hreinskilinn og viðurkenna að ég sé það ekki gerast. Hvað er maður að pirra sig á þessu? Við erum bara ekki betri (þrátt fyrir að ég vilji nú meina það að við séum í raun betri en þetta. Við eigum fullt af leikmönnum sem spila með fínum fótboltaliðum en þegar þeir hins vegar klæða sig í landsliðsgallann þá drulla þeir oftast upp á bak).

Sáuð þið nýráðinn aðstoðarmann Dags B.? Guðmundur Steingrímsson tekinn við stöðunni, takk fyrir túkall! Usss, það á eftir að leka kynþokkinn af þessum tveimur spöðum þegar þeir taka sér pásu, kíkja út fyrir og gefa öndunum með kaffi í annarri og brauðmola í hinni. Mér finnst eitthvað pínu skondið við þetta teymi þrátt fyrir að ég hafi mikla trú á þeim. Það verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar.

Heyrumst.
Elli

Tuesday, October 09, 2007

 

Helgin að baki...

Þetta var bara nokkuð skemmtileg og viðburðarík helgi. Á laugardeginum var golfmót úber knattspyrnuklúbbsins Heklu. Ég tók þátt og...ja stóð mig eftir væntingum. En það var nú samt sem áður algjört aukaatriði því viðvaningar eins og ég áttu aldrei breik og gátu látið sér nægja að rúlla með og hafa gaman af. Og við gerðum það (þó að stundum hafi vangeta mín valdið örlitlum pirringi). Við fengum frábært veður og ég náði meira að segja að brenna pínu í sólinni. Það var reglulega kósý að rölta á bolnum í sólinni og það þegar komið er fram í október.

Vegna golfmótsins komum við í allra seinasta lagi á tónleikana með Pétur Ben. en það var nú allt í gúddí. Það voru frekar fáir á tónleikunum og þeir byrjuðu satt best að segja pínu stirrt. En þegar á leið virtist hann (ásamt fríðu föruneyti sem samanstóð m.a. af Sigtryggi Baldursyni sem var senuþjófur kvöldsins að mínu mati) verða svolítið þéttari. Hann keyrði upp tempóið og eftir því sem keyrslan jókst urðu tónleikarnir betri. Ætli klímax tónleikana hafi ekki verið þegar hann tók Billie Jean og gerði áhorfendur (mig allavega) forviða með ótrúlegum gítarleik. Allt í allt voru þetta ágætistónleikar. Ekkert frábærir en nokkuð góðir.

Síðan kíktum við Hrannar á pókerkvöld þar sem menn voru orðnir ansi hressir og flestir hverjir aðeins of hressir. Pókerinn var eiginlega farinn fyrir ofan garð og neðan og allt flæddi í bjór. Nokkuð fyndin sjón. En síðan endaði þetta hálf tristu bæjarrölti.

Hvað er annars málið með þessa sameiningu orkufyrirtækja á ze kleik? Er ekki kominn tími á að fleygja Bingó Bjössa; Villa Skill og félögum í ruslið, ja...eða hvað?

Góðar stundir.

Friday, October 05, 2007

 
Það er yndislegt að vera stúdent!! Frábært, yndislegt!! Ég er í tiltölulega erfiðu námi og þarf að lesa skratti mikið til að standa skil á mínu. En í morgun þá vaknaði ég og ákvað að taka mér frí í dag (reyndar held ég að ég hafi verið búinn að ákveða það fyrir nokkrum dögum svona undir niðri). Engin lestur. Ekkert farið upp í skóla og upp á lesstofu með kaffi. Bara kósíheit par exelans eins og Baggalútur myndi orða það. Ekkert samviskubit af því ég er búinn að vera duglegur alla vikuna. Engar spöglerasjónir um að ég þurfi nú að vera þarna og láta sjá mig. Ég elska að vera stúdent. Ég er að spá í fara aldrei út á vinnumarkaðinn og enda bara uppi með 13 doktorsgráður- læra þangað til ég dett niður dauður. Hvernig væri það?

Svo er ég að fara í golfmót Heklunnar á morgun. Það verður örugglega mjög gaman. Spáð frábæru veðri, svipuðu og í dag (það var sól og blíða...fínt íslenskt sumarveður) og ég verð í góðum félagsskap. Annars held ég að ég sé orðinn ansi ryðgaður í golfinu. Búinn að spila 2 síðastliðin 2 ár. En vitiði hvað...málið er að ég er bara með þetta!!! Þarf ekkert mikið meira en einhvers konar skaft í höndina, græna víðáttu og bolta sem ég get hamrað eitthvert og það hrynur allt ofan í þessar holur. Svona á meiri alvöru nótum þá treysti ég talsvert á einkar tilkomumikinn golfbúnað minn á morgun og held að hann verði til þess að bæta árangur minn talsvert. Golf er nefnilega ein af fáum íþróttum í heiminum þar sem töff búnaður er í raun mikilvægari en flest annað;) Ég er nú nokkuð töff, svo að ég held að þetta reddist allt saman.

Núna er yndislegu börnin mín að horfa á einhverja froðu á Disney stöðinni. Þau gætu ekki verið glaðari en þau eru akkúrat núna. Þau eru að horfa á mynd sem heitir "High School Musical 2" og er svona nútíma Grease nema að hún er í C-mynda flokki. Kara grettir sig af innlifun meðan hún horfir á svona "american pies" stelpur dansa úr sér lífið með aðeins of stílfærða hárgreiðslu sem ekki haggast sama hvað á dynur. Og Gunnar Tumi horfir á hálf hallærislega unglingsstráka með derhúfur út á hlið rappa. Þetta er fyrirmyndirnar- ungmenni amerískrar ómenningar. Æji hvað með það? Byrjum bara á Heimsljósi á mánudaginn.

Thursday, October 04, 2007

 

Fimmtudagur til froðu...

Kominn fimmtudagur. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna. Það er einhvern veginn alltaf helgi. Kannski er það bara til marks um að manni líði vel og sé hamingjusamur því tímaleysi og algleymi getur aðeins gert í ró og gleði. Svona "engar fréttir eru góðar fréttir" pæling.

Annars er gaman að því hvað dyggir lesendur mínir eru duglegir að kommenta og ég vona að það haldi áfram.

Það er búin að vera athyglisverð umræða í gangi í fjölmiðlum hérna í Danmörku undanfarið. Hún snýst um það að í síauknu mæli eru unglingar sem eru undir sakaldri gerendur í mjög aggrisívum ofbeldisverkum. 15 ára pjakkur framdi t.a.m. morð sem talið er að hafi verið skipulagt af eldri "síafbrotamönnum". Umræðan snýst nefnilega um það að skipulagðir glæpahringir eru farnir að nýta sér ósakhæfa unglinga (bara drengi) til að fremja ofbeldisverk fyrir sig. Það hefur reynst danska ríkinu afskaplega erfitt að höndla þessi mál. Það er nefnilega alls ekki vilji fyrir því að setja þessa pjakka í fangelsi með enn harsvíraðri glæpamönnum og önnur úrræði fyrir þá eru af skornum skammti (meðferð á t.d. ekki alltaf við, að taka þá í burtu úr umhverfi sínu og koma þeir fyrir annars staðar er gríðarlega kostnaðar- og vandasamt og þar fram eftir götunum). Þar af leiðandi eru þeir teknir úr umferð í skamman tíma og er síðan komnir aftur á "götuna" innan skamms til að halda ruglinu áfram. Það er athyglisvert hvernig Danirnir tækla þetta mál því ég er handviss um það að eftir einhvern fjölda ára förum við að sjá svipaða þróun á Íslandi (líklega þó í langtum minna mæli).

Anyways...sáuð þið Dida (markmann fótboltaliðsins AC Milan fyrir þá sem eru ekki að kveikja) fleygja sér í grasið á móti Celtic (málavextir eru þeir að AC milan var að keppa á móti Glasgow Celtic í Meistaradeildinni og Skotarnir skoruðu sigurmarkið undir lok leiksins og fagna ógurlega. Þá hleypur einhver stuðningsmaður Celtic inn á völlinn og klappar Dida á kinnina)? . Ja hérna!! Fyrst er honum klappað á kinnina, svo tekur hann sprettinn á eftir gæjanum og síðan 5 sekúndum seinna fleygir hann sér í grasið og er borinn á börum út af með kælipoka á andlitinu!!! Set inn klippuna af þessu. Þetta var alveg absúrd fáránlegt. Samt svolítið til marks um það hvað það eru fáir í nútíma fótbolta sem spila alvöru bolta (og á þeim nótunum held ég áfram og segi "lifi handboltinn!!!!"). Ég set inn link til að skoða þetta.

http://www.dailymotion.com/fwoman/video/5250449

Er búinn að vera að hlusta á nýju Beirut plötuna sem heitir the flying club cup. Frábær plata og flott áframhald frá Gulag orkestar. Ekki alveg eins mikill balkan fílingur í þessu. Svo var Jose Gonzales að gefa út nýja plötu (in our nature) og heldur áfram að slá í gegn með frábærum coverum. Tekur núna ótrúlega flott cover af teardrop með Massive Attack. Hann er að vísu pínu einsleitur alltaf...en samt skemmtilegur. Þetta, ásamt öðru, fyllir skynvit mín þessa dagana í strætó á morgnana.

Jæja, komið fínt í bili. Heyrumst. Læt ykkur vita hvernig sæti gaurinn með síða hárið til hliðar var á tónleikum;)

Sprelló.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]