Tuesday, September 19, 2006

 

Verkfall...

Jebb...það er verkfall hérna í Árósum. Í vetur voru það strætóbílstjórarnir en núna er það pedagógarnir. Í vetur var ég pirraður yfir þessum duttlungum í strætógaurunum en núna styð ég baráttu pedagógana heilshugar. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt allt saman. Staðan er semsagt þessi; Aarhus kommune ætlar að skera niður fjárveitingar til m.a. dagvistastofnana (barnaheimili, vögggustofur og fritidshjem) um 410 milj. danskra króna-aldraðir og sjúkir eru hinir hóparnir sem niðurskurðurinn lendir á...yndislegt hugmyndafræði að baki þessum niðurskurði. Þetta nemur í heild um 5 miljörðum íslenskra króna í niðurskurð. Útkoman úr þessum niðurskurði yrði sá að fjórði hver pedógóg myndi missa vinnu sína auk þess sem öll "umsvif" þessara stofnana yrðu minni (færri ferðir í skóginn, leikhús, bæinn. Færri uppákomur og þar fram eftir götunum). Fleiri börn per umönnunaraðila og minna gert með börnum er í kjarnann það sem verður.

En í sama mund og kommúnan ætlar að skera niður á þennan hátt ætlar hún að endurbæta járnbrautateinana og járnbrautakerfið fyrir u.þ.b. sömu fjárhæð. Það er í raun það sem vekur reiði. Bæði mína og annarra. Járnhlúnkar vs. börn og börnin tapa í ólsen-ólsen við járnbrautateinana. Fáránlegt svo ekki sé meira sagt. Það var meira að segja þannig að kommúnni bauðst mismunandi "dýrir pakkar" í sambandi við þessar endurbætur á járnbrautakerfinu og valin var langdýrasta leiðin af því hún var svo fljótleg. Ótrúlegar áherslur.

Þannig að leikskólinn hans Gunnars Tuma var lokaður í dag og við feðgarnir vorum heima. En við létum það svo sem ekkert draga okkur niður.

Við fórum bara og keyptum "stóra stráka hjól"-eða hjól með hjálparadekkjum. Það var löngu kominn tími á svoleiðis og minn er afskaplega sáttur með lífið og tilveruna. Straujar áfram á "stóra stráka hjólinu".









Þegar við vorum búnir að fara út í búð og kaupa hjólið þá þurfti að setja það saman. Pabbi "byggir" tók fram verkfæratöskuna og þrumaði þessu saman. Hafði engu gleymt frá því í Breiðholtinu í denn þegar hjól voru án nokkurar ástæðu skrúfuð sundur og síðan aftur saman.
















Þegar hjólið var samansett var ekkert annað að gera en að bruna af stað. GT var alveg með þetta. Hjólaði galvaskur áfram. Var öðru hvoru að tékka hvort ég væri ekki örugglega að horfa og kíkti þá stoltur á mig. "Sjáðu pabbi, ég kann alveg". En alltaf þegar hann snéri hausnum við datt hann næstum!!
















Síðan kíktum við um helgina upp í sveit í afmæli til Ása, vinar hans Gunnar Tuma. Afmælið var haldið í rosa flottu húsi við strönd og auðvitað röltum við í göngutúr niður á strönd. Eyjaskeggjarnir höfðu ekki fundið almennilega fyrir sjónum í langa hríð og því fínt að "prófa" hann aðeins. Það var enginn kyrrahafs fílingur yfir þessu. Hálf kaldur... en þetta var ótrúlega gaman.







Köru fannst að vísu eiginlega skemmtilegast að týna skeljar. Var að finna "bestu" skeljarnar með Viktoríu vinkonu sinni.

Comments:
Bjútífúl alveg! Myndirnar af ykkur eins og í einhverri sólarlandaauglýsingu. Bara sæt!

Gunnar Tumi er ótrúlega flottur á fáki sínum.

knús á liðið
Bryndís vinkona
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]