Friday, July 28, 2006

 

Fullnaðarsigur...

Jebb... tók Árósarháskóla á ippon ("júdískur" fullnaðarsigur) og náði fullnaðarsigri gagnvart þessum skröttum þarna í sálfræðiskor. Ég er sem sagt endanlega og fyrir fullt og allt kominn inn!!! Akkurat núna er ég að syngja in your face humm eitthvað. Ég er ánægður með þetta og þungu fargi af mér létt. Núna verður lítið mál að mótivera sig fyrir námið (á án nokkurs efa eftir að fá þessi orð í hnakkann seinna í vetur... og tilfinningin verður svipuð þeirri og að fá harðan snjóbolta í eyrað á köldum en blautum vetrardegi).

Ég er að fara í grill til meistara Snorra í kvöld. Hlakka mikið til enda er væntingarnar alltaf miklar þegar hann á annað borð reimar á sig svuntuna. Síðast fékk ég geðveika grillaða pítsu og núna verður án nokkurs efa eitthvað gúmmulaði. Daddi verður þarna líka þannig að þetta verður gaman. Ætla að sletta hóflega (það er ekki ærlega) úr klaufunum í kvöld. Tek hæglátu traktor aðferðafræðina á þetta. Enginn tryllingur en gríðarleg innri gleði sem í vætlar í rólegheitum út í dagsbirtuna. Ætli myndbirting þess að vera fullur af innri gleði en leyfa henni að vætla út í rólegheitum gæti ekki verið eitthvað á þessa leið: maður sem er nýbúinn að fá bestu fullnægingu lífs síns en er svo örmagna eftir "polkað" að hann fær sig ekki hreyft. Situr, ja eða liggur... allt eftir hentugleika og stellingum í það og það skiptið, grafkyrr og smælar bara framan í heiminn.

Jæja, ætla að fara plokka augnbrúnir, fleygja gúrkum á bauga, raka á mér bakið og klára þessi helstu verk sem þarf að klára fyrir kvöldið. Hey... og þið sem eigið heima í Árósum þá hlakka ég til að eyða með ykkur vetrinum. Sé ykkur.

Elli.

Wednesday, July 26, 2006

 
Er búinn að vinna og kominn í sumarfrí!!! Múhahahahahahahahahahaha. Ég fór í golf áðan með Hrannari og Stebba hennar Eyglóar. Eins og við var að búast var ég slakur. Var að vísu mun betri á seinni 9. Ég hef ekki farið í golf í ages og fyrir hringinn var ég búinn að gefa mér 3 holur í rugl en þær urðu því miður 9. Hrannar vann mig en allt er nú einhvern tímann fyrst. Ég spilaði með settinu hans Dolla. Fínt sett sem er samt pínu styttra en mitt og þess vegna var ég alltaf að toppa boltann og skildi ekkert í því. Fattaði það seint og síðar meir. Ég er greinilega með svona dísil-fattara, seinn í gang en þegar hann er byrjaður....jísúss kræst.... þá verða vitringarnir að passa sig á hinum rökfasta Öskra Egils úr Breiðholtinu.

Anyways... fæ að vita eftir 2 daga hvort ég komist endanlega inn eður ei. Hvort ég fái að vera með Erlu og gríslós í vetur eða þurfi að vera hérna heima og læra og fljúga þá öðru hvoru út. Ég legg þetta bara í hendur annara og segi bara eins og Bubbi Morthens eða eins og ég kalla hann alltaf þegar við erum bara tveir að chilla-böbbí; "ég trúi því og vona...". Já, ég trúi því og vona að ég komist inn. Annað væri náttúrulega fáránlegt-án þess að maður fái rönd við reist ef þetta fer illa. Það á illa við mig að vera ekki við stjórnvölinn. En síðan er pælingin hvort maður hafi nokkurn tímann stjórn á e-u? Eða hvort stjórnin nái út fyrir mann sjálfan. Spurningar sem ég á erfitt með að graspa. Þá er lítið annað að gera en að fara með æðruleysisbænina og sleppa takinu.

Ég er búinn að missa tökin og farinn að tala út um handakrikann á mér. Segi því bless í bili.

bæjó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]