Monday, September 11, 2006

 

jæja...

Nokkuð síðan síðast. En ég er dottinn í gírinn og lofa tíðari færslum fyrir alla þá sem hafa áhuga í mínum lífsins gangi. Og af því ég á svo ótrúlega flottann síma/myndavél/tryllitól þá ætla ég líka vera duglegri að fleygja myndum inn. Já, það dugar sko ekkert minna en þriðja kynslóð farsíma fyrir mig. Sem ég get beinttengt við ískápinn og alles. Allavega.

Ég fór um helgina til Kaupmannahafnar og tók þátt í Klakamótinu. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er Klakamótið fótboltamót fyrir Íslendinga búsetta í Danmörku. Í þessu fótboltamóti er þó mest áhersla á bjórdrykkju og minnst á fótbolta. Líklega eðlilega.

Það var ótrúlega gaman. Ég fór með Heklu (fótboltaliðið í Árósum) og við unnum mótið sannfærandi. Ótrúlega nice náungar í Heklu-liðinu. Allavega, ég fór í sweeberinn í öðrum leik og eftir það fengum við Heklumenn ekki á okkur margt. Já, maður er kannski ekki með mestu næmnina í tásunum eða sprettharðastur. En tæklingar og læti eru mér einhverra hluta vegna í blóð borin.

Það var svo illa haldið utan um þetta mót að það var engu lagi líkt. Án þess að fara út í smáatriði þá var öll skipulagning léleg. En það er eitt atriði sem ég ætla að fara út í. Á laugardagskvöldið var einhver svona skemmtun sem var haldin niður í bæ á einhverjum fótboltabar. Liðin sváfu öll í einhverju úthverfi og fóru því um kvöldið niður í bæ. Við fórum sem sagt allir niður í bæ á þessa skemmtun. Við vorum allir búnir að spila 4 leiki yfir daginn þannig að margir voru ansi þreyttir eftir daginn. Ok, komum á barinn og horfðum á einhvern fótboltaleik, fengum síðan hamborgara að borða og síðan áttu allir að fara á djammið. Nokkrir voru þreyttir og beiluðu heim fyrr en hinir. Ég var þar á meðal. Við tókum taxa "heim" en þegar við komum þá var allt læst . Hringdum í gæjana sem skipulögðu mótið og þeir basically sögðu að þeir gætu ekkert gert fyrir okkur af því það var ekki ætlast til að menn færu svona snemma heim. Við yrðum bara að bíða. Við værum jú í Köben og þegar menn eru í Köben þá ættu menn nú að djamma. Eins og Köben sé eitthvað fuckin´ himnaríki á jörð. Djöfulsins fávitar maður. Þannig að við héngum úti fyrir utan húsið okkar þangað til Breiðholts-Elli varð brjálaður og hraunaði yfir einhvern skipuleggjandann sem sagði mér síðan að það væri lykill að húsinu í næsta húsi. Ég trylltist og sagði honum ljóta hluti.

Comments:
Breiðholts-Elli... híhíhí ;)

Gott hjá þér að hrauna yfir þá, ég hefði gert slíkt hið sama!

Áfram svo með bloggið - og myndir já a já já!
 
Var þetta þá í annað skiptið á þeim sólarhring sem að þú hraunaðir yfir einhvern...ég bara spyr..heheh..

Takk fyrir sæmilegasta klakamót.

Kv. frá Odense
Ágúst
 
já, Ágúst. Það má eiginlega segja það. En í bæði skiptin var það afskaplega skiljanlegt, ekki satt?

Takk sömuleiðis fyrir mótið.

Elli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]