Thursday, November 30, 2006

 

Eksamenstid...

Nú er þetta byrjað. Prófin að nálgast og allt á fullt. Bæta þarf fyrir syndir hins liðna og lesa það sem ekki var lesið. Tekur tíma og er ekkert sérlega skemmtilegt. En...en, það þarf bara að taka á þessu. Eða eins og menn segja svo oft í handboltanum á einföldu "banka-máli"; maður þarf að leggja inn fyrir því sem maður ætlar að taka út. Hvort sem það er Íslandsmeistaratitill eða góð einkunn á prófi þá stenst þessi gullmoli alveg. Engin gríðarleg speki en slík speki oftast hvað merkilegust.

Samt bölvað kjaftæði sem margir af þessum "vísindasamfélagsmönnum" hafa látið út úr sér eða skrifað á blað í gegnum tíðina. Sér í lagi í samfélagsvísindum. Ég stend mig oft að því að velta fyrir mér hvað þeir hafi verið að hugsa þegar þeir voru að fullgera þessar pælingar sínar. Hvað hafi áhrifað þá og þar fram eftir götunum. Hvernig þeim gat verið alvara. Geri mér fyllilega grein fyrir sögulegum mun á samfélögum fyrri tíma og þess sem við lifum í dag. Himinn og haf á milli. Fyrir utan alla þekkinguna sem safnast hefur saman. En common... er get í gegnum heilann á þér, hálfvitinn þinn!!! Sorry, er orðinn pínu þreyttur á lestrinum. Ætla samt að setja pínu dæmi hérna mér til stuðnings og svo þið getið vorkennt mér svolítið (ja, eða hlegið með mér):

Auðvitað út frá psychodynamic kenningarsmiðum:
-Það er verið að spá í persónuleikaröskunum. Set bara upp fullyrðinguna. Þið megið svo hlægja:
"Frustrations at the oral biting stage yield aggressive oral tendencies such as sarcasm and verbal hostility in adulthood. These oral-sadistic characters are inclined to pessimistic distrust..."

Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa ekki verið oft með sár í munninum þegar ég var ungabarn. Hefði bara getað orðið að oral-sadista!! Verið endalaust að segja ógeðslega hluti við annað fólk vegna óleystrar spennu frá því ég var með sár í munnvikinu þegar ég var 6 mánaða gamall.


Ætla að halda áfram.
Heyrumst, Elli.

Thursday, November 16, 2006

 

Ísland...

Ég er búinn að reyna skrilljón sinnum að setja inn stóra færslu með fullt af myndum en einhverra hluta vegna virkar það ekki. Dettur bara allt út þegar ég ætla að birta það eða vista. Þoli þetta ekki lengur. Þannig að ég ælta að setja inn stikkorða færslu um veru mína hér á Íslandi og hvað á daga mína hefur drifið.

Ég kom á föstudaginn. Allt of seint í steggjunina hans Agga út af ofsaveðri á Íslandi. Náði samt að plata hann. Áttum frábært kvöld þar sem sumir gubbuðu hrefnu en aðrir ekki. Búinn að vera í slökun í Stigó þar sem stjanað er við mig. Æðislegt. Virkileg orkuhleðsla. Fór að sjá nýfædda dóttur hans Snorra sem heitir Hulda Liv og er algjörlega snýtt út úr nösinni á pabba sínum (þó ekki í eiginlegri merkingu náttúrulega). Hef hangið á kaffihúsum, borað í nefið og hitt vini og vandamenn. Hef aðeins einu sinni farið í sund. Þori ekki aftur vegna kulda. Viss um að verða úti og deyja á heitapotts-bakkanum. Gert þetta venjulega í bland við að slökkva á heilanum. Finnst það fínt. Nóg verður hann notaður í desember og janúar.

Ég ætla að reyna aftur við þessa myndafærslu bráðum. Hlýtur að ganga upp. Eða eins og Pálmi söng svo fallega hérna um árið (var það ekki örugglega hann) "reyndu aaaaaaaAftur, ég...."


Elli.

Friday, November 10, 2006

 

Ferðalag...

Núna, akkúrat núna sit ég í kaffiteríunni á Kastrup og bíð eftir að fá að vita hvenær ég og Kara fáum að fljúga heim. Með okkur er Bími, íslenskur samferðafélagi okkar, og við reynum að hafa það náðugt meðan við bíðum. Núna held ég að ég þurfi að éta sokkinn minn því ég hef oft verið fyrstur til að úthúða tækni og tækninýjungum. Iðulega hefur heyrst úr mínum herbúðum "Iss, þetta á aldrei eftir að ganga. Internetið? Hvað er það nú eiginlega? Hver heldurðu að nenni að hanga endalaust í tölvunni?" eða eitthvað í þá veruna. En þessar tækninýjungar eru sko aldeilis að standa fyrir sínu. Dóttir mín situr í rólegheitum og horfir á nýjan Bamba disk sem var keyptur á spott/taxfree prís rétt áðan. Situr og horfir á ferða-DVD spilarann sem við fengum lánaðan hjá Auju Skauju. Vær og sátt í biðinni. Bími hlustar á i-podinn sinn og slakar á og ég sörfa um undraheim internetsins og læt mína nánustu (og ykkur hin sem eruð að blogga-perrast) vita af mér og líðan minni. Hlusta á Tom Waits í tölvunni því ég er nýbúinn að hlaða niður öllum plötunum hans af internetinu (náttúrulega frítt. Breiðholtið fer aldrei úr manni sjáiði til...svo stutt alltaf í þjófinn í mér). Kannski kristallast þetta allt í einni setningu konu minnar sem á víst að hafa sagt einhvern veginn svona þegar hún var lítil á ferðalagi með mömmu sinni "ohhh mamma! Er ekkert útvarp? Þá verðum við að tala saman". Já tæknin. Hún er frábær. Get lokað mig af og múrað veggi í kringum mig alls staðar. Meira að segja á risa flugvelli í endalausri mannmergð. Kannski einmitt þá. Þetta er náttúrulega ekki neinum hollt en engu að síður einkar nýtilegt á stundum sem þessum. Það er hins vegar spurning hvenær manneskjan hættir að samskipta í máli, raddböndin deyja út og nettengdur örsími grær við vinstra heilahvelið í okkur (við það hægra hjá örvhentum náttúrulega. Þeir eru svo vangefnir eitthvað. Þurfa alltaf að vera æðislega sérstakir og öðruvísi).

Allavega. Kem vonandi heim í kvöld. Ef þið eruð að fara á djammið í miðbæ Reykjavíkur þá megið það alveg hringja í mig og segja "Hæ Elli. Ertu bara kominn heim? Æðislegt! Mér finnst þú nefnilega svo frábær, skemmtilegur, fyndinn, hress og bara sniðug týpa. Viltu ekki koma og hitta okkur hérna á blaa". Númerið mitt í kvöld er annað hvort 0045 31721925 eða 6982805.

Sjáumst í kvöld. Ég splæsi bjór (nei, bara að grínast Erla. Ég er geri það náttúrulega ekkert. Þetta fólk getur bara hugsað um sig og sitt bús sjálft).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]