Friday, October 05, 2007

 
Það er yndislegt að vera stúdent!! Frábært, yndislegt!! Ég er í tiltölulega erfiðu námi og þarf að lesa skratti mikið til að standa skil á mínu. En í morgun þá vaknaði ég og ákvað að taka mér frí í dag (reyndar held ég að ég hafi verið búinn að ákveða það fyrir nokkrum dögum svona undir niðri). Engin lestur. Ekkert farið upp í skóla og upp á lesstofu með kaffi. Bara kósíheit par exelans eins og Baggalútur myndi orða það. Ekkert samviskubit af því ég er búinn að vera duglegur alla vikuna. Engar spöglerasjónir um að ég þurfi nú að vera þarna og láta sjá mig. Ég elska að vera stúdent. Ég er að spá í fara aldrei út á vinnumarkaðinn og enda bara uppi með 13 doktorsgráður- læra þangað til ég dett niður dauður. Hvernig væri það?

Svo er ég að fara í golfmót Heklunnar á morgun. Það verður örugglega mjög gaman. Spáð frábæru veðri, svipuðu og í dag (það var sól og blíða...fínt íslenskt sumarveður) og ég verð í góðum félagsskap. Annars held ég að ég sé orðinn ansi ryðgaður í golfinu. Búinn að spila 2 síðastliðin 2 ár. En vitiði hvað...málið er að ég er bara með þetta!!! Þarf ekkert mikið meira en einhvers konar skaft í höndina, græna víðáttu og bolta sem ég get hamrað eitthvert og það hrynur allt ofan í þessar holur. Svona á meiri alvöru nótum þá treysti ég talsvert á einkar tilkomumikinn golfbúnað minn á morgun og held að hann verði til þess að bæta árangur minn talsvert. Golf er nefnilega ein af fáum íþróttum í heiminum þar sem töff búnaður er í raun mikilvægari en flest annað;) Ég er nú nokkuð töff, svo að ég held að þetta reddist allt saman.

Núna er yndislegu börnin mín að horfa á einhverja froðu á Disney stöðinni. Þau gætu ekki verið glaðari en þau eru akkúrat núna. Þau eru að horfa á mynd sem heitir "High School Musical 2" og er svona nútíma Grease nema að hún er í C-mynda flokki. Kara grettir sig af innlifun meðan hún horfir á svona "american pies" stelpur dansa úr sér lífið með aðeins of stílfærða hárgreiðslu sem ekki haggast sama hvað á dynur. Og Gunnar Tumi horfir á hálf hallærislega unglingsstráka með derhúfur út á hlið rappa. Þetta er fyrirmyndirnar- ungmenni amerískrar ómenningar. Æji hvað með það? Byrjum bara á Heimsljósi á mánudaginn.

Comments:
Hæ, ég sé að það er nóg um að vera, þó að þú sér í fríi. Ég er bara aðeins að kíkja og hringi seinna í vikunni. Gamli
 
Já, vá öfund öfund... nei samgleðst þér rosalega að vera í námi ;) Það er æðislegt að hafa smá svona "frítíma", sveigjanleikann. Hlakka til að fara í framhaldsnám.

Gaman að sjá að þú sért farinn að blogga aftur. Alltaf gaman að vera í meiri tengslum við vini sína í útlöndum - þó ekki sé nema í gegnum bloggið.

Bryndís
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]