Wednesday, October 17, 2007

 

Við erum ömurleg fótboltaþjóð

Akkúrat núna erum við að tapa fyrir Liechtenstein í fótbolta. Common!! Leikurinn er að vísu ekki alveg búinn en engu að síður erum við að tapa. Við erum að tapa fyrir þýskumælandi skattaparadís sem er enn meira smáríki en við. Staðan er 3-0 og þetta er svona svipað og steinliggja fyrir Vatíkaninu eða Mónakó í handboltaleik. Ég verð að vera fyllilega hreinskilinn og viðurkenna að ég sé það ekki gerast. Hvað er maður að pirra sig á þessu? Við erum bara ekki betri (þrátt fyrir að ég vilji nú meina það að við séum í raun betri en þetta. Við eigum fullt af leikmönnum sem spila með fínum fótboltaliðum en þegar þeir hins vegar klæða sig í landsliðsgallann þá drulla þeir oftast upp á bak).

Sáuð þið nýráðinn aðstoðarmann Dags B.? Guðmundur Steingrímsson tekinn við stöðunni, takk fyrir túkall! Usss, það á eftir að leka kynþokkinn af þessum tveimur spöðum þegar þeir taka sér pásu, kíkja út fyrir og gefa öndunum með kaffi í annarri og brauðmola í hinni. Mér finnst eitthvað pínu skondið við þetta teymi þrátt fyrir að ég hafi mikla trú á þeim. Það verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar.

Heyrumst.
Elli

Comments:
Það þarf auðvitað að sprauta kynþokka inní þetta embætti eftir að Villi Vill er farinn. En aftur á móti með þetta landslið.....þeim er bara ekki viðbjargandi.
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]