Thursday, October 04, 2007

 

Fimmtudagur til froðu...

Kominn fimmtudagur. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna. Það er einhvern veginn alltaf helgi. Kannski er það bara til marks um að manni líði vel og sé hamingjusamur því tímaleysi og algleymi getur aðeins gert í ró og gleði. Svona "engar fréttir eru góðar fréttir" pæling.

Annars er gaman að því hvað dyggir lesendur mínir eru duglegir að kommenta og ég vona að það haldi áfram.

Það er búin að vera athyglisverð umræða í gangi í fjölmiðlum hérna í Danmörku undanfarið. Hún snýst um það að í síauknu mæli eru unglingar sem eru undir sakaldri gerendur í mjög aggrisívum ofbeldisverkum. 15 ára pjakkur framdi t.a.m. morð sem talið er að hafi verið skipulagt af eldri "síafbrotamönnum". Umræðan snýst nefnilega um það að skipulagðir glæpahringir eru farnir að nýta sér ósakhæfa unglinga (bara drengi) til að fremja ofbeldisverk fyrir sig. Það hefur reynst danska ríkinu afskaplega erfitt að höndla þessi mál. Það er nefnilega alls ekki vilji fyrir því að setja þessa pjakka í fangelsi með enn harsvíraðri glæpamönnum og önnur úrræði fyrir þá eru af skornum skammti (meðferð á t.d. ekki alltaf við, að taka þá í burtu úr umhverfi sínu og koma þeir fyrir annars staðar er gríðarlega kostnaðar- og vandasamt og þar fram eftir götunum). Þar af leiðandi eru þeir teknir úr umferð í skamman tíma og er síðan komnir aftur á "götuna" innan skamms til að halda ruglinu áfram. Það er athyglisvert hvernig Danirnir tækla þetta mál því ég er handviss um það að eftir einhvern fjölda ára förum við að sjá svipaða þróun á Íslandi (líklega þó í langtum minna mæli).

Anyways...sáuð þið Dida (markmann fótboltaliðsins AC Milan fyrir þá sem eru ekki að kveikja) fleygja sér í grasið á móti Celtic (málavextir eru þeir að AC milan var að keppa á móti Glasgow Celtic í Meistaradeildinni og Skotarnir skoruðu sigurmarkið undir lok leiksins og fagna ógurlega. Þá hleypur einhver stuðningsmaður Celtic inn á völlinn og klappar Dida á kinnina)? . Ja hérna!! Fyrst er honum klappað á kinnina, svo tekur hann sprettinn á eftir gæjanum og síðan 5 sekúndum seinna fleygir hann sér í grasið og er borinn á börum út af með kælipoka á andlitinu!!! Set inn klippuna af þessu. Þetta var alveg absúrd fáránlegt. Samt svolítið til marks um það hvað það eru fáir í nútíma fótbolta sem spila alvöru bolta (og á þeim nótunum held ég áfram og segi "lifi handboltinn!!!!"). Ég set inn link til að skoða þetta.

http://www.dailymotion.com/fwoman/video/5250449

Er búinn að vera að hlusta á nýju Beirut plötuna sem heitir the flying club cup. Frábær plata og flott áframhald frá Gulag orkestar. Ekki alveg eins mikill balkan fílingur í þessu. Svo var Jose Gonzales að gefa út nýja plötu (in our nature) og heldur áfram að slá í gegn með frábærum coverum. Tekur núna ótrúlega flott cover af teardrop með Massive Attack. Hann er að vísu pínu einsleitur alltaf...en samt skemmtilegur. Þetta, ásamt öðru, fyllir skynvit mín þessa dagana í strætó á morgnana.

Jæja, komið fínt í bili. Heyrumst. Læt ykkur vita hvernig sæti gaurinn með síða hárið til hliðar var á tónleikum;)

Sprelló.

Comments:
Stórkostlegt "incident"!!! hahahaha

Bryndís
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]