Tuesday, October 09, 2007

 

Helgin að baki...

Þetta var bara nokkuð skemmtileg og viðburðarík helgi. Á laugardeginum var golfmót úber knattspyrnuklúbbsins Heklu. Ég tók þátt og...ja stóð mig eftir væntingum. En það var nú samt sem áður algjört aukaatriði því viðvaningar eins og ég áttu aldrei breik og gátu látið sér nægja að rúlla með og hafa gaman af. Og við gerðum það (þó að stundum hafi vangeta mín valdið örlitlum pirringi). Við fengum frábært veður og ég náði meira að segja að brenna pínu í sólinni. Það var reglulega kósý að rölta á bolnum í sólinni og það þegar komið er fram í október.

Vegna golfmótsins komum við í allra seinasta lagi á tónleikana með Pétur Ben. en það var nú allt í gúddí. Það voru frekar fáir á tónleikunum og þeir byrjuðu satt best að segja pínu stirrt. En þegar á leið virtist hann (ásamt fríðu föruneyti sem samanstóð m.a. af Sigtryggi Baldursyni sem var senuþjófur kvöldsins að mínu mati) verða svolítið þéttari. Hann keyrði upp tempóið og eftir því sem keyrslan jókst urðu tónleikarnir betri. Ætli klímax tónleikana hafi ekki verið þegar hann tók Billie Jean og gerði áhorfendur (mig allavega) forviða með ótrúlegum gítarleik. Allt í allt voru þetta ágætistónleikar. Ekkert frábærir en nokkuð góðir.

Síðan kíktum við Hrannar á pókerkvöld þar sem menn voru orðnir ansi hressir og flestir hverjir aðeins of hressir. Pókerinn var eiginlega farinn fyrir ofan garð og neðan og allt flæddi í bjór. Nokkuð fyndin sjón. En síðan endaði þetta hálf tristu bæjarrölti.

Hvað er annars málið með þessa sameiningu orkufyrirtækja á ze kleik? Er ekki kominn tími á að fleygja Bingó Bjössa; Villa Skill og félögum í ruslið, ja...eða hvað?

Góðar stundir.

Comments:
einsi +491634701351
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]