Wednesday, May 10, 2006

 

Haircut

Jæja, sumarið er klárlega komið og til marks um það fór ég í sumarklippinguna......til Erlu.

Svona var þetta orðið fyrir haircut...



















Og svona eftir....

Þið megið endilega kommenta á það hvernig ykkur finnst hafa tekist til. Ég veit að þetta er umdeilt og til dæmis finnst Lindu þetta mjög ljótt (hún segir að vísu að þetta sé "alveg mjög fínt"). Þannig að þið megið segja ykkar skoðun en mín skoðun er sú að ég er töffari!!! Svona Tóki munkur kind of töffari. Ég held samt að fóstrunum á leikskólanum hjá krökkunum hafi ekki litist á blikuna þegar útlenski pabbinn kom með hátrúarlega klippinguna að sækja börnin. Ég er viss um að þau tékkuðu á skólatöskunni minni og athuguðu hvort ég væri nokkuð líklegur til að bomba staðinn í tætlur í trúarstríði gegn bla...

Allavega, Heyri í ykkur.

Elli.


Comments:
ehhhh...

hann átti hönnunina!
 
......þetta er alveg mjög fínt.......
 
Þess má til gamans geta að Tinna Baldurs tók Bjarna og snoðaði hann þegar að hann kom heim með svipaða klippingu.
 
þetta er flott! Snöggt í hnakkann, vel yfir eyrun og nóg af hári á toppi til að grautast í, stílhrein lína sem verður enn þá betri þegar vetrar- og sumarlitur renna saman í eitt. það er nú einfaldlega þannig að þú hefur í gegnum tíðina gert það sem þig langar til í sambandi við hár og skó. Knúsaðu þá sem það vilja frá mér.
 
Þú ert hipp og kúl!
 
Minnir mig á ístopp, veit ekki afhverju?!?
Mjög skemmtileg tilraun, þarf að sjá þetta öppklós, hvenær sér maður kallinn annars?
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]