Wednesday, May 24, 2006

 

Síðasta próf, heimkoma og fjúk.

"Time has told me.." hljómar í tólunum núna. Ég er að byrja að læra fyrir síðasta próf og hver er betri en Nick Drake til að setja þetta "all in perspective"? Er glaður og hress með þetta allt saman. Fínt að fara í pínu aðferðafræði (síðasta prófið mitt er statistik i psykologi) og dunda sér við að reikna. Prófið er 9. júni og ég kem heim daginn eftir. Ég kem sem sagt heim 10. júní með grislingana og Fannar. Þið sem eruð vinir mínir og vinkonur (eða bara öllum þeim sem þykir vænt um mig) megið endilega hringja í mig í 11. júni og dagana eftir og segja til dæmis "hæ Elli, langar þig að koma á kaffihús, barinn, sund, fara í fótbolta eða körfubolta, út að skokka, kíkja í gymmið, kíkja í kaffi, vera memm, koma í bíó, fara í útilegu?" eða bara segja eitthvað skemmtilegt (verð í síma 564-3392 og fæ síðan e-n gemsa). Ég er allavega farinn að hlakka til að koma heim í "fjúkið"-hvað er með það by the way? Ég var að tala við yndislegan pabba minn í gær og hann sagði við mig; "já það er nú hálf lélegt veður hérna. Svona fjúk- snjórinn fýkur svona meðfram götunum". Það er að koma fuckin´ júní! Gamla millet úlpan verður rennd upp í háls þegar við komum út í hurð á KEFLAVIK AIRPORT og krakkarnir teknir úr sandölunum og settir í snjógallann. En fín skipting svo sem-fjölskylda og vinir í staðinn fyrir gott veður. Maður fær varla allt í þessum heimi og fínt að gera sér grein fyrir því strax. Ágætis "bítti" að mínu mati.

Allavega, farinn í snilllinginn Hugh Coollican (endilega tékkið á kauða ef þið eruð að læra sálfræði. Hef aldrei lesið jafn skemmtilega kennslubók í sálfræði-statistik reyndar).

Bæjó.
Elli.

Comments:
Hæ enginn snjór í dag og hitinn kominn upp í 5 stig!!!! 10 júní er alveg mögulegt að þetta verði komið í 10 stig, en þá fylgir líklega rigning, sem er víst góð fyrir gróðurinn. þetta verður nú samt gott sumar hlakka til að fá ykkur heim. Gamli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]