Thursday, May 25, 2006

 
Hæ...

Ég var að lesa blogg hjá náunga sem ég þekki ekkert en mér finnst hann vera snillingur. Fór að spá í hvort ég væri að krossa einhverjar siðferðislínur prívasíunnar við það að kíkja á bloggið hans. Ekki það að ég veit vel að þið gerið þetta líka. Hluti af því að vera breyskur eins og allir auðvitað eru. Auk þess sem blogg er gert til að fleygja hugsunum sínum í faðm annarra. En það er pínu eins og maður sé að gluggagæjast (sem maður auðvitað er). Anyways...

Dottinn í bækurnar (mikið óskaplega hlýtur öðru fólki að leiðast það þegar stúdentar skrifa um námið sitt). Er ekki neinu stressi þannig að möguleikinn á að njóta er fyrir hendi. Sjúga bara uppl. og dunda sér. Spá í draslinu og sjá hvernig hægt er að færa það á aðra hluti. Hvaða próf ég gæti t.d. notað á Agga bróður og stríðnina hans (já eða það að hann sé tapsár í spilum-Aggi; víst ertu tapsár!!). Já, eða hvort jákvæð fylgni sé milli skrefalengdar hjá GT og kúkaferðum hans (Gunnar Tumi byrjar alltaf að hlaupa eins og brjálaður þegar hann er að fara kúka) og hvaða próf maður gæti notað á það. Skrefalengd gæti verið á bæði nominal og ordinal skala. Jafnvel fært hana á ratio skala... Voru þið dottin út-skil það vel. Ég skal hætta.

Nokkrir hlutir sem ég hef verið að spá í.

-Af hverju leyfði þetta fólk sér að púa á Ísland og Litháen (og raunar alla þá sem gáfu ekki Grikkjum 12 stig) í Júróvísjón? Það fór í taugarnar á mér.

-Er Da Vinci code í alvörunni ekki góð? Ég var búinn að sjá hana fyrir mér ótrúlega góða.

-Ætla ég aldrei að ná þessum hröðu skiptingum í Weezer lögum? Ég bara graspa þetta ekki.

Farinn. Ætla að taka endasprettinn í lærinu.


Elli

Comments:
hefur þú ekki lesið da vinci code? nokkrar skemmtilegar samsæriskenningar rúllaðar utan um vemmilegan söguþráð. en á jákvæðari nótum, æfingin skapar meistaran. þú massar þessi weezer lög með tímanum. kveðja úr kuldanum, binni
 
hæ....mundu að bjalla ef þig vantar jakkaföt fyrir brúðkaupið! kveðja, svala 6998634
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]