Wednesday, April 05, 2006

 
Staðan í Friends quiz-inu er þannig að:

1. Snorri 100
2. Bryndís 80
3. Elfa Björk 70
4. Einsi 70
5. Binni 70
6. Mía (þekki ég einhverja Míu-aðra en dóttur Lóu og Gunna?) 70
7. Hrabba 60
8. Hrannar 50
9. Óli 50
10. Vin 50
11. Hildur Sve. 50
12. Svana 50
13. Erla 30
14. Guðný 30
15. Hrönn 20
16. XY 20
17. Kiddi B. 10



Ok. Þetta gekk bara bærilega hjá flestum. Snorri (Snorri Steinn eða Snorri úr Breiðholti?) er þarna á toppnum. Ef þetta er Snorri Steinn þá liggur það í augum uppi að atvinnumenn í handbolta hafa EKKERT við tímann að gera-annað en að stúdera dægurþætti í sjónvarpi. Nei, bara djók. Þú ert samt nörd Snorri. Þetta var erfitt próf og ég vissi ekki helminginn af því áður en ég bjó til prófið. Það er nú samt greinilegt að sumir atvinnumenn í handbolta nýta tíma sinn í eitthvað annað og gáfulegra en að stúdera Joey og vini-allavega virðist Kiddi B. lítið velta Friends fyrir sér:)

Síðan eru nokkrir no-names þarna. Mía, Vin og XY. Það væri gaman að fá að vita hverjir þetta eru. En kannski ekkert lífsins nauðsynlegt svo sem.

Ég ætla að hafa matar-þema næst. Spurningar sem varða matarlist, hversu matur er næringarríkur eður ei o.s.frv. Gæti orðið skemmtilegt. Fucka þessum smámælta bretapjakk upp (Jamie Oliver). Þó hann sé eitthvað thing þarna hinum megin við sjóinn myndi hann skítfalla á prófinu mínu.

Allavega, farinn að elda mat handa rófunum. GT enn eina ferðina lasinn. Duddumál komin í rugl og hann borðar ekkert. Líklega verðum við Kara bara þeim mun duglegri við lasagna át.

Yfir og út
Elli.

Comments:
heheh Mía a.k.a Emilía.. (bekkjarsystir þín) rakst á bloggið þitt á einum af þessum bloggrúntum... Varð að taka þátt:)
 
Varstu búinn að átta þig á því að þú linkar 3x á mig á link-listanum þínum? Nema þetta sé eitthvað svona "þeir sem kommenta oftast fá meira pláss á linka-listanum"!
 
Maður er nú ekkert að stressa sig yfir þessum Freinds bíói.
 
greinilegt að það skilar ENGUM árangri að hafa séð alla Friends þættina allavega tvisvar á síðustu árum. 30 ömurleg % !!!!

Er hundfúl og ætla að henda sjónvarpinu og ganga í Krossinn!!!
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]