Tuesday, April 25, 2006

 
Jíís, lúíís...

Ég var kominn með hálfan pistil hérna áðan en þurrkaði hann út. Þvílík froða sem getur oltið út úr mér. Las yfir draslið og skildi varla sjálfur hvað ég átti við. Þannig að ég byrja bara aftur.

Stutt update á stöðu mála:
-ég er ekki búinn að vera nægilega duglegur við lærdóm (but who cares? Ég smóka þessi próf hvort er).
-ég er hins vegar búinn að vera gríðarlega duglegur við flest annað. Þ.á.m. í ræktinni og bæta mig í því að skipuleggja þvottaferli til enda.
-ég á fallegustu konu í heimi sem er að fara leggja dægurmálaskrif Íslendinga að fótum sér- það gerir hún með vinstri áður en hún verður annar kvenforseti Íslands (ég er séður-náði mér í gellu sem er að fara þjéna skrilljónir í framtíðinni og svo ferðast ég bara með henni út um allan heim en þarf aldrei að vera með á þessum deadly leiðinlegu erindreka fundum-flý bara á næsta kaffihús:)
-ég er að verða nokkuð lunkinn á gítarinn. Kominn með gripin á hreint og spila næstum sómasamlega, alveg þangað til að kemur að helvítis þvergripunum. By the way; hver fann upp á þessum fáránlegu þvergripum? Getur ekki einhver Nietzche tónfræðinnar drepið þessi þvergrip, rétt eins og hann drap Guð? Það hlýtur að vera talsvert einfaldara verk, ekki satt?
-ég er frábær, já FRÁBÆR í singstar!!!! Ég er svo lagviss, ég er með svo yndislega fallega og þýða, ljúfa rödd sem rennur eins og vatn í gegnum glögg tóneyru. Ég er tónlistarleg unun í singstar. Þegar ég kem heim til Íslands í sumar þá ætla ég að vinna með þessa sönghæfileika enn frekar og að halda "kariókí kvöld Ella og co." og skora á fólk í karióki-battle svona eins og rapparnir gera í svörtustu Harlem. Síðan stend ég sveittur upp á sviði í lok kvöldsins. Ótvíræður sigurvegari-svona eins og Elvis þegar var farið að síga á seinnihlutann hjá honum blessuðum.


Þetta var svona "the basics" án þess að vera raunverulega kannski kjarninn í tilveru minni. En það er nú líka kannski þannig að tilveran fúnkerar best í hreyfingarleysi sínu. Svona "engar fréttir eru góðar fréttir" pæling. Þarf ekkert endilega að endurspegla hræðslu við breytingar eða vanafestu sem veldur því að maður hjakkar í sama ruggustólnum allt lífið og ruggar sér á meðan maður bíður eftir náunganum með ljáinn. Bara að tilveran rúllar. Ég vs. tilveran. Nei, ég plús tilveran og láta sig fljóta með. Gera það sem ég get til að vera glaður og hamingjusamur. Gera það sem ég get til að gera aðra glaða. Gera það sem ég get til að laga galla mína. Einföld atriði sem kristallast öll í því að maður hefur stjórn á lífi sínu. Maður ákveður að akta og aksjónið byggist á trausti gagnvart tilverunni í kringum sig.

Kannski að ég ætti að skrifa alíslenska sjálfshjálparbók sem myndi heita; Hífðu þig upp af rassgatinu, auminginn þinn!! Heldurðu að einhver annar geri það fyrir þig? Nei, auvitað ekki!! ,eftir Erlend Egilsson. Síðan kæmi svona falleg fjölskyldumynd af mér á baksíðunni sem væri í húrrandi þversögn við titilinn. Svo stæði á baksíðunnni; "Þýdd á yfir 40 tungumál. Hefur selst í sjötíuþúsundmilljónskrilljón eintökum. Ágóðann hefur Erlendur gefið allan til góðgerðamála þar sem konan hans er forseti hins smáa lýðveldis Íslands og því hefur hann ekkert við peninga að gera-hann hangir bara á kaffihúsum í útlöndum og skrifar bækur" . Nei, andskotinn. Nú er ég hættur. Sorry. Ég rugla bara hérna.

Allavega. Ég er farinn.

Servus, Elli.

Comments:
já.

það er ágætt að hann fái þessa útrás á blogginu þessi elska! ;) En samt gaman að ég muni verða forseti! :)
 
Já Elli minn... það er gott að heyra að þér líður vel. Við erum farin að sakna ykkar of mikið líka. En Erla? hvað gerðum við eiginlega? Maðurinn minn talar líka um að ég verði rík og fræg og hann hangi, ja reyndar ekki á kaffihúsum, heldur einhversstaðar úti að leika, og hafi það kósí??? Meira hvað við erum frábærar ha? :) en já, sorrý Elli minn þetta er víst þitt blogg. Elli, þú ert frábær! og örugglega frábær í singstar :) ég hef farið í karókí í Japan þannig að ég tek áskoruninni og bíð eftir að taka þig í bakaríið híhí
 
Ég er til í Singstar -ég er best á Íslandi þannig að ég verð örugglega sú sem stend eftir sveitt!!!
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]