Tuesday, April 04, 2006

 

Hún á afmæli í dag...

Helgin liðin og ég á núna 6 ára dóttir! Hver hefði trúað því fyrir 6 árum síðan að ég myndi eiga yndislega 6 ára dóttur að 6 árum liðnum. Enginn. Ekki einu sinni ég sjálfur. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er (ekki það að mín sé að kveldi komin; 7,9,13).

Tvö afmæli voru haldin. Eitt fyrir nánasta fólkið hérna í Árósum og síðan kom fylkingin. Leikskólinn hennar kom í dag í afmæli. 21 danskt barn og pedagógar með þeim. Þvílík hersing. En þau voru yndisleg. Kara var alveg með þetta. Hún er ótrúlegur gestgjafi. Hún er 6 ára gömul og ég kemst ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað þetta allt saman varðar. Hún smókar svona "host"-hlutverk. Hún var, og hefur verið í svona mánuð, mjög meðvituð um að hún sjálf væri að fara halda veislu. Ekki við foreldrar hennar heldur hún sjálf. Hún á svo sem ekki langt að sækja þessa hæfileika. Erla á ekki í miklum erfileikum með veisluhald.

En ég dáðist af Köru í dag. Allt klárt. Sá um að leggja á borð. Passaði sérstaklega að vera í góðu skapi þrátt fyrir að spennustigið væri ansi hátt (mamma hennar var nefnilega búin að segja henni að lykillinn að skemmtilegum afmælisveislum væri að afmælisbarnið væri í góðu skapi), passaði að allir fengju köku og síðan fór hún í það að mála liðið. Strákarnir á deildinni voru undir rest líka komnir í röðina ólmir í make-up. Það var líka tekinn handboltaleikur á ganginum þar sem ég og Kara vorum á móti rest (ég held svei mér þá að mér hafi fundist skemmtilegast í leiknum. Allavega var ég sá eini sem var farinn að svitna og sjá um að brjóta á strákunum í hinu liðinu). Síðan fór hún með múttu sinni í bæinn að kaupa afmælisgjöf frá ömmu og afa í Stigó. Hún var eitt stórt "Reynis-Pétursbros" allan daginn. Kom heim með bangsa sem er svo flottur að honum fylgir sérstakt fæðingarvottorð. Allavega, yndislegur dagur liðinn og yndisleg dóttir mín að verða fullorðin.

Heyri í ykkur.
Elli.

Comments:
Til hamingju með daginn!
 
Til hamingju með Köru þína :)
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]