Sunday, April 30, 2006

 

Sunnudagur....

Mér hefur alltaf fundist sunnudagar pínu skrítnir dagar. Veit ekki alveg af hverju. Mér líður á vissan hátt eins og ég verði að nota daginn. Gera eitthvað skemmtilegt, heilbrigt eða blaaaaaa. Samt finnst mér líka sunnudagar vera til þess gerðir að chilla bara alveg. Hanga bara. Andfýla, kaffi, ekki fara í sturtu, kúra yfir videospólu, leggja sig. Algjörar andstæður sem gera það stundum að verkum að ég er einhvern veginn ekki alveg rólegur í því sem ég ákveð að gera. Hvorn pakkann ég vel-andfýlukaffigeraekkineitt pakkann eða "yndislega" pakkann. Akkúrat núna eru báðir grislingarnir hjá vinum sínum í sleepover. Búin að hafa rosa gaman. Erla kemur á eftir og Fannar með henni. Og mér finnst ég knúinn til þess að gera eitthvað. Ryksuga, taka til (það er allt voða fínt hérna-ég tók til í gær). Meika ekki alveg að sitja fyrir framan tölvuna með kaffi. Vá, hvað ég er komplexaður. Allavega.

Ég fór í pool og fússball með Hrannari í gær á skítugasta stað sem ég veit um. Ok, hann heitir að vísu GAS STATION og gefur sig út fyrir að vera svona pínu "röff". Spilar skemmtilega klassíska rokkslagara, sýnir fótbolta á stóru tjaldi og er yfir höfuð stíliseraður sem svona strákastaður. En common. Það var svo ógeðslega óhreint að það var svona ryk-köngulóarvefur á öllum hátölurum og ljósum. Inn í fússball borðunum (þau voru með svona glerloki) voru rauðar skítaflugur sem hummuðu í kringum kallanna eins og aðdáendur. Og ljósin í fússball borðunum voru annað hvort ónýt eða blikkandi og fúnkeruðu þá sem strope fyrir dans skítaflugnanna. Það var allt fljótandi í hlandi á klósettinu og við það tækifæri sagði einn Daninn þegar Hrannar fór á klósettið "nar man skal, skal man bare" eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að míga bara á gólfið ef manni væri nægilega mikið mál. Nei, andskotinn.

Allavega, ætla taka gítarsession. Sé ykkur.

Elli.

Comments:
Blessaður Elli, þú ferð ekki á þennan stað aftur og hvaða vitleysa er þetta í þér, fínasta færsla maður.
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]