Thursday, March 30, 2006

 

Heija

Kominn í pakkann. Byrjaður í gyminu (reyndar fyrir talsvert löngu síðan). Ég er orðinn snælduvitlaus þarna. Gef allt og tek bara hálfkæfð öskur í síðustu repsum til að klára þetta. Fólkið skilur hvorki upp né niður í þessu (þetta er svona fín World Class-like stöð þar sem er endalaust að öfugum þríhýrningum og anorexíupjöllum sem komu í ræktina á fastandi maga og eru búnar að vera í 4 tíma í stigavélinni). Undra sig á gæjanum í hettupeysunni sem er ekki einu sinni þröng- "og hann er í buxum með gati og pínu málingu, má það alveg?". Ég var að vísu tiltölulega rólegur til að byrja með. Fóturinn var ennþá að stríða mér og ég var svo sem ekkert að taka mikið á því. EEENNN NÚNA, jíslúís. Það er eitt trix að þessu- svona hálfgert leyndó. Það er að hlusta á Rage against the macine á æfingum. Maður verður alveg crazy. Tilbúinn í 3 reps í viðbót og svo 2 eftir því. Ég er svo tilfinninganæmur að þegar ég hlusta á svona reiða músík er ég fær í flestan sjó. Árangurinn er svo sem ekkert rosalegur ennþá en góðir hlutir gerast hægt, ekki satt?

Var á netflakki og rak augun í nokkrar bloggsíður. Ég furðaði mig á því við lesturinn hversu fólk er gríðarlega misjafnt. Hvernig sumir sjá heiminn öðruvísi en aðrir og upplifa hann á allt annan hátt. Hvað gleði skín í gegn hjá sumum en sjálfsvorkun og "ekkertméraðkenna" pakki hjá öðrum. Ég var líka að hugsa það í strætó í dag hvort maður búi ekki bara alltaf til sinn eigin veruleika. Taka bara Patch Adams á þetta og kreista líf út úr öllu mögulegu. Í alvöru! Æji, ég er kominn út í rugl hérna. Næ ekki að klára þetta. Heyri í ykkur seinna.

Var búinn að lofa einhverjum myndum-þær koma. Ég lofa!

Elli.

Monday, March 27, 2006

 

Jæja smæja...

Langt síðan ég hef nennt að blogga. Pabbi skammaði mig fyrir letina. En satt best að segja er ég með pínu prinsip í sambandi við þetta blogg. Það er að ég blogga bara þegar ég nenni svo þetta verði ekki að e-i kvöð.

Allavega. Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast. Fór til Þýskalands síðustu helgi með bekkjarfélögum hans Hrannars. Fórum að sjá Hamborg-Dortmund í Hamborg. By the way, mér finnst Hamborg skítapleis, allavega sá partur sem ég sá af borginni. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er gríðarlega skekkt sýn en það sem ég sá var ekki upp á marga fiska. Ég veit að ég fékk bara nasaþefinn af borginni (vorum bara einn dag þarna í afmörkuðum hluta borgarinnar). Hún er skítug, er meðan þennan austur-þýska múrsteinabrag yfir sér án þess að maður nái að graspa sögu borgarinnar eins og maður gerir svo áþreifanlega t.d. í Leipzig. Einn strákurinn í bekknum hans Hrannars hafði búið þarna og fór með okkur í pínu túr um borgina. Aðallega þó hóruhverfið- akkúrat, ég veit hvað þið hugsið og það er alveg rétt. Djöfull eru þetta viðbjóðslega sorglegt. Eymdin skín úr andlitinu á greyið konunum. Með svona flótta-augnaráð eins og unglingar í rugli. Æi, þessi hluti ferðarinnar var ekki að mínu skapi. Rúsínan í pylsuendanum var svo strippklúbbur (sem ég og Clive-breski gæinn í hópnum- héldum að væri casino) þar sem við áttum á fá einhvern voða díl á bjór af því við vorum svo margir. Bjórinn kostaði síðan fucking 5 evrur!!!- það er HELMINGURINN af bjórkassa Þýskalandi. Ertu ekki að grínast-hvað mér fannst ég narraður. Síðan voru sætin þannig að maður sat eins og í bíói og allir snéru að sviðinu. Engin borð eða neitt- bara bekkir sem snéru að sviðinu. Síðan voru þessar blessuðu konur allar yfir fertugu og við sárvorkenndum þeim svo mikið að við meikuðum ekki að horfa í áttina að sviðinu. Störðum bara eins og hálfvitar ofan í bjórinn og snérum gegnt hvorum öðrum í svona 2og2 pörum og drifum okkur að klára bjórinn til að komast út. Allt hálf asnalegt.

En síðan var komið að sjálfum tilgangi ferðarinnar. Leikurinn. Hamborg spilar á AOL Arena sem er geðveikur leikvangur. Tekur um 60.000. Hann var kjaftfullur (56000 á vellinum). Við komum aðeins of seint (út af hel. hóruhverfinu- ég var brjálaður út af þessum seinagangi). Allavega svona var þetta:

Lögðum einhvers staðar í rassgati og þurftum að hlaupa í 10 mín. til að komast að vellinum. V0rum á mjög góðum stað í stúkunni. Eiginlega mitt á milli stuðningsmanna HSV og Dortmund. Dortmund á eitt besta stuðningliðið í Þýskalandi (eru eins og Toon army hjá Newcastle) og stuðningsmenn þeirra sungu allan tímann og voru með gígantískt stóra fána sem þeir veifuðu allan leikinn. Leikurinn var opinn og skemmtilegur. Mikið af góðum leikmönnum í báðum liðum og það var tiltölulega mikill hraði í leiknum. Leikurinn fór 2-4 fyrir Dortmund og eiginlega öll mörkin voru ótrúlega flott. Eftir leikinn voru HSV aðdáendurnir ekkert allt of ánægðir með lífið og tilveruna og við sáum nokkrar bullur vera leita að slágsmálum (drifum okkur í burtu starandi niður í jörðina) og finna einhver.

Allt í allt var þetta mjög skemmtileg ferð. Ég væri að vísu alveg til að fara aftur til Hamborgar og upplifa hana eftir mínu höfði. Fara í "almennileg" hverfi (þe. hverfi með fólki í fötunum)-kíkja á kaffihús og sjá hvað það er sem gerir hana fallega en ekki ógeðslega. Kannski býð ég bara Erlu í rómantíska helgarferð niður eftir einhvern tíma. Það væri gaman. Ég er nefnilega viss um að borgin hefur upp á margt annað að bjóða.

Ég verð líka láta fólk vita af því að ég rústaði hornafjarðarmanna í bílnum á leiðinni-Guðni og Hrannar sáu aldrei til sólar. Þeir voru að vísu talsvert duglegri en ég í bjórnum og ég held að það hafi verið farið að setja þá út af laginu undir rest. En sigur engu að síður staðreynd.

Smelli inn myndum frá þessari ferð á eftir.

Servus,
Elli.

Monday, March 20, 2006

 
Búið að vera tómt fuck á þessari síðu. Ég er ekki búinn að komast inn á hana og þetta var allt í vitleysu. Þurfti meira að segja að eyða síðunni og starta nýrri. Allavega, ég er búinn með Friends prófið. Það er hel. erfitt (það nefnilega svo mikið til af Friends nördum) og þeir sem eru fair fá líklega ekki 100 stig. Ég mana ykkur til að svindla ekki og sjá hvað þið fáið!!! Prófið er hér.

Kveðja,
Elli

Friday, March 17, 2006

 
Það hefur verið gríðarlega góð þátttaka í quiz-inu. Framar vonum verð ég að segja. Mikið af skemmtilegu fólki búið að taka þátt og sumir hafa gert betur en aðrir. Matta (10%) og Binni (20%) komu ógnvænlega sterk til leiks en áttu bæði við einhver eymsl að stríða meðan á keppni stóð og því var frammistaða þeirra ekki betri. Binni var meiddur á hné eftir allt golfið í íslenska vorinu og Matta var í vandræðum með hægri vísifingur og lenti í klúðri með músina. Þau eru bæði í meðferð hjá sjúkraþjálfara og verða klár í næstu umferð. Kiddi B tók þátt og það var gaman að sjá að minn gamli vinur stóð sig með prýði (60%). Hildur Sve. kom sterk inn (70%) og Hilda og Harpa kjölfarið með 60%. En staðan er svona eftir 1. umferð:

1. Einar Hólmgeirs. 100
2. Hrabba 100
3.Dúddi Fiskur (Hrannar) 100
4.Erla 80
5.Snorri 80
6.Mamma 80
7.Bryndís 80
8.Hrannar 80
9.Guðný Helga 70
10.Hildur Sverris 70
11.Linda Dröfn 60
12.Hilda 60
13.Kiddi B. 60
14.Harpa 60
15.Óli 50
16Pabbi 50
17.Egill bróðir 40
18.Ívar 40
19.Tengdamamma 30
20.Sigga B. 30
21.Hrönn 30
22.Ágúst Þór 30
23.Binni 20
24.Matta 10

Til skýringar á spurningunum á síðasta prófi, þá er það alveg rétt að ég er ekki með kastaníubrúnt hár en þar kemur einmitt inn í hversu vel þú þekkir mig. Þegar ég var lítill var ég svona semi-rauðhærður (brúnrautt) og mamma mín sagði alltaf að ég væri með fallega kastaníubrúnt hár. Við þessu gleypti ég og hef (í gríni) alltaf haldið því fram að ég sé með kastaníubrúnt hár út af því að mamma sagði það. Anyways, eða eins og dómararnir í Gettu betur segja "annað kom nú bara".

Ég var búinn að lofa nýju quiz-i. Það kemur á eftir. Get ready, þetta verður dauði!! Friends dauði. Ákvað að hafa Friends þema af því það er svo mainstream og allir horfa á Friends. Þú veist, komin í Danann (ja, eða bara Dísu mömmu hans Dadda); "allir í góðu skapi". Kerfið sem verður á þessu er að maður heldur skorinu sínu í gegnum quiz-in. Þe. það verður ekki prósentukerfi heldur fær maður 100 stig fyrir alla rétta og svo framvegis. Quiz #2 sem sagt á morgun. Bannað að svindla (gera fyrstu 9, beila og taka síðan aftur- eða eins og þetta er nú oftast nær kallað í Danmörku "hey, hann tók Einsa á þetta!!"). Annars er þetta ekkert skemmtilegt. Sem sagt, Friends þema sem kemur inn á eftir. Allir að vera með (líka þú Daddi!!).

By the way, ykkur strákum sem eigið heima í Árósum (eða í kring) er boðið í íslenskt karlapartý hjá mér á laugardaginn.

Kveðja, Elli.

 

Update

Smá update á stöðu mála. Staðan í keppninni er orðin gríðarlega spennandi strax í fyrsta quiz-i. Einsi læddist bakdyramegin á toppinn og er sem stendur einn í efsta sætinu með fullt hús stiga. Vægast sagt ótrúlegur árangur. Það er ótrúleg vitneskja að vera með hærra skor en konan mín og móðir á prófi um mig. En sýnir kannski að æskuvinátta deyr seint (það voru nú reyndar nokkrar svona "æsku" spurningar-eins og fótboltaspurningin).

Erla, mamma, Hrannar og Bryndís koma þarna í humátt á eftir með 80% árangur. Erla virðist hafa brotnað eitthvað undan pressu. Nokkur vonbrigði með hennar árangur. Enda verður að segjast að hún var klárlega líklegur kandídat sem "frontrunner" eftir fyrsta quiz. En svona er þetta bara. Þetta var bara greinilega ekki hennar dagur (eða þekkir hún mig í alvöru ekki betur? Nei, ég trúi því barasta ekki). Bryndís kemur óvænt inn í topp baráttuna eftir fyrsta quiz. Stóð sig vonum framar. Mútta klikkaði ekki (gat náttúrulega ekki fótbolta spurninguna). Og Hrannar er á pari.

Ég verð nú aðeins að nefna Lindu Dröfn og pabba. Vonbrigði fyrstu umferðar. Fólk sem átti að gera betur. Ók, kannski trixie spurningar inn á milli, en hey! Guðný rústaði ykkur og Bryndís líka. Einsi er svo langt á undan ykkur að hann myndi ekki sjá ykkur þó hann liti til baka. En sem betur fer (ykkar vegna) er þetta ekki búið. Það er mikið eftir. Kannski erfitt að byrja illa en þá er bara að hysja upp um sig og byrja að læra heima (Linda; þetta á við á fleiri vígstöðum hjá þér). Gaman að sjá Óla og Hrönn taka þátt. Allavega, staðan er hérna í fyrstu umferðina.

1. Einar Hólmgeirs. 100
2. Erla 80
3. Mamma 80
4. Bryndís 80
5. Hrannar 80
6. Guðný Helga 70
7. Linda Dröfn 60
8. Óli 50
9. Pabbi 50
10. Sigga B. 30
11. Hrönn 30

Hérna er linkurinn inn á quiz-ið fyrir þá sem vilja vera með (ekki hika, þetta er gaman): http://www02.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060308123556-591705&a=01


Með baráttukveðjum (þetta fer harðnandi),

Elli

 

Hrunið

Helvítis helvíti.

Þetta hrundi allt á þessari síðu og ég þurfti að starta þessu öllu aftur. En fuck it. Geri það bara. Tekur kannski smá tíma.

Kveðja,
Elli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]