Friday, March 17, 2006
Það hefur verið gríðarlega góð þátttaka í quiz-inu. Framar vonum verð ég að segja. Mikið af skemmtilegu fólki búið að taka þátt og sumir hafa gert betur en aðrir. Matta (10%) og Binni (20%) komu ógnvænlega sterk til leiks en áttu bæði við einhver eymsl að stríða meðan á keppni stóð og því var frammistaða þeirra ekki betri. Binni var meiddur á hné eftir allt golfið í íslenska vorinu og Matta var í vandræðum með hægri vísifingur og lenti í klúðri með músina. Þau eru bæði í meðferð hjá sjúkraþjálfara og verða klár í næstu umferð. Kiddi B tók þátt og það var gaman að sjá að minn gamli vinur stóð sig með prýði (60%). Hildur Sve. kom sterk inn (70%) og Hilda og Harpa kjölfarið með 60%. En staðan er svona eftir 1. umferð:
1. Einar Hólmgeirs. 100
2. Hrabba 100
3.Dúddi Fiskur (Hrannar) 100
4.Erla 80
5.Snorri 80
6.Mamma 80
7.Bryndís 80
8.Hrannar 80
9.Guðný Helga 70
10.Hildur Sverris 70
11.Linda Dröfn 60
12.Hilda 60
13.Kiddi B. 60
14.Harpa 60
15.Óli 50
16Pabbi 50
17.Egill bróðir 40
18.Ívar 40
19.Tengdamamma 30
20.Sigga B. 30
21.Hrönn 30
22.Ágúst Þór 30
23.Binni 20
24.Matta 10
Til skýringar á spurningunum á síðasta prófi, þá er það alveg rétt að ég er ekki með kastaníubrúnt hár en þar kemur einmitt inn í hversu vel þú þekkir mig. Þegar ég var lítill var ég svona semi-rauðhærður (brúnrautt) og mamma mín sagði alltaf að ég væri með fallega kastaníubrúnt hár. Við þessu gleypti ég og hef (í gríni) alltaf haldið því fram að ég sé með kastaníubrúnt hár út af því að mamma sagði það. Anyways, eða eins og dómararnir í Gettu betur segja "annað kom nú bara".
Ég var búinn að lofa nýju quiz-i. Það kemur á eftir. Get ready, þetta verður dauði!! Friends dauði. Ákvað að hafa Friends þema af því það er svo mainstream og allir horfa á Friends. Þú veist, komin í Danann (ja, eða bara Dísu mömmu hans Dadda); "allir í góðu skapi". Kerfið sem verður á þessu er að maður heldur skorinu sínu í gegnum quiz-in. Þe. það verður ekki prósentukerfi heldur fær maður 100 stig fyrir alla rétta og svo framvegis. Quiz #2 sem sagt á morgun. Bannað að svindla (gera fyrstu 9, beila og taka síðan aftur- eða eins og þetta er nú oftast nær kallað í Danmörku "hey, hann tók Einsa á þetta!!"). Annars er þetta ekkert skemmtilegt. Sem sagt, Friends þema sem kemur inn á eftir. Allir að vera með (líka þú Daddi!!).
By the way, ykkur strákum sem eigið heima í Árósum (eða í kring) er boðið í íslenskt karlapartý hjá mér á laugardaginn.
Kveðja, Elli.
1. Einar Hólmgeirs. 100
2. Hrabba 100
3.Dúddi Fiskur (Hrannar) 100
4.Erla 80
5.Snorri 80
6.Mamma 80
7.Bryndís 80
8.Hrannar 80
9.Guðný Helga 70
10.Hildur Sverris 70
11.Linda Dröfn 60
12.Hilda 60
13.Kiddi B. 60
14.Harpa 60
15.Óli 50
16Pabbi 50
17.Egill bróðir 40
18.Ívar 40
19.Tengdamamma 30
20.Sigga B. 30
21.Hrönn 30
22.Ágúst Þór 30
23.Binni 20
24.Matta 10
Til skýringar á spurningunum á síðasta prófi, þá er það alveg rétt að ég er ekki með kastaníubrúnt hár en þar kemur einmitt inn í hversu vel þú þekkir mig. Þegar ég var lítill var ég svona semi-rauðhærður (brúnrautt) og mamma mín sagði alltaf að ég væri með fallega kastaníubrúnt hár. Við þessu gleypti ég og hef (í gríni) alltaf haldið því fram að ég sé með kastaníubrúnt hár út af því að mamma sagði það. Anyways, eða eins og dómararnir í Gettu betur segja "annað kom nú bara".
Ég var búinn að lofa nýju quiz-i. Það kemur á eftir. Get ready, þetta verður dauði!! Friends dauði. Ákvað að hafa Friends þema af því það er svo mainstream og allir horfa á Friends. Þú veist, komin í Danann (ja, eða bara Dísu mömmu hans Dadda); "allir í góðu skapi". Kerfið sem verður á þessu er að maður heldur skorinu sínu í gegnum quiz-in. Þe. það verður ekki prósentukerfi heldur fær maður 100 stig fyrir alla rétta og svo framvegis. Quiz #2 sem sagt á morgun. Bannað að svindla (gera fyrstu 9, beila og taka síðan aftur- eða eins og þetta er nú oftast nær kallað í Danmörku "hey, hann tók Einsa á þetta!!"). Annars er þetta ekkert skemmtilegt. Sem sagt, Friends þema sem kemur inn á eftir. Allir að vera með (líka þú Daddi!!).
By the way, ykkur strákum sem eigið heima í Árósum (eða í kring) er boðið í íslenskt karlapartý hjá mér á laugardaginn.
Kveðja, Elli.
Subscribe to Posts [Atom]