Thursday, March 30, 2006

 

Heija

Kominn í pakkann. Byrjaður í gyminu (reyndar fyrir talsvert löngu síðan). Ég er orðinn snælduvitlaus þarna. Gef allt og tek bara hálfkæfð öskur í síðustu repsum til að klára þetta. Fólkið skilur hvorki upp né niður í þessu (þetta er svona fín World Class-like stöð þar sem er endalaust að öfugum þríhýrningum og anorexíupjöllum sem komu í ræktina á fastandi maga og eru búnar að vera í 4 tíma í stigavélinni). Undra sig á gæjanum í hettupeysunni sem er ekki einu sinni þröng- "og hann er í buxum með gati og pínu málingu, má það alveg?". Ég var að vísu tiltölulega rólegur til að byrja með. Fóturinn var ennþá að stríða mér og ég var svo sem ekkert að taka mikið á því. EEENNN NÚNA, jíslúís. Það er eitt trix að þessu- svona hálfgert leyndó. Það er að hlusta á Rage against the macine á æfingum. Maður verður alveg crazy. Tilbúinn í 3 reps í viðbót og svo 2 eftir því. Ég er svo tilfinninganæmur að þegar ég hlusta á svona reiða músík er ég fær í flestan sjó. Árangurinn er svo sem ekkert rosalegur ennþá en góðir hlutir gerast hægt, ekki satt?

Var á netflakki og rak augun í nokkrar bloggsíður. Ég furðaði mig á því við lesturinn hversu fólk er gríðarlega misjafnt. Hvernig sumir sjá heiminn öðruvísi en aðrir og upplifa hann á allt annan hátt. Hvað gleði skín í gegn hjá sumum en sjálfsvorkun og "ekkertméraðkenna" pakki hjá öðrum. Ég var líka að hugsa það í strætó í dag hvort maður búi ekki bara alltaf til sinn eigin veruleika. Taka bara Patch Adams á þetta og kreista líf út úr öllu mögulegu. Í alvöru! Æji, ég er kominn út í rugl hérna. Næ ekki að klára þetta. Heyri í ykkur seinna.

Var búinn að lofa einhverjum myndum-þær koma. Ég lofa!

Elli.

Comments:
Taka á því, meira er betra og allt það. Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessar öfgar. Mamma þín lét svona skringilega hérna um árið þegar ég ætlaði að koma mér í form, hún vildi meina að ég æfði eitthvað vitlaust, það væri ekki eðlilegt að koma alltaf heim með sprungnar æðar í augunum! Hvernig er heilsan hjá ykkur Erlu, Köru og Gunnari Tuma, er magakveisan á undanhaldi? Ég verð á vaktinni og fæ að fylgjast með ykkur. Gamli
 
Léttir að komast loksins í ræktina. Smá málningarsletta í buxunum, það er bara karakter!
go go go
 
I have a wireless connection at my house and i was wondering is there any way that i can get the internet onto my iPhone for free? I reccently was using the internet and I got charged L22 for using the internet for only a couple of minutes. So i was wondering is there any way to get the internet free of charge? Thanks for your help!



________________
[url=http://unlockiphone22.com]unlock iphone[/url]
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]