Monday, March 27, 2006

 

Jæja smæja...

Langt síðan ég hef nennt að blogga. Pabbi skammaði mig fyrir letina. En satt best að segja er ég með pínu prinsip í sambandi við þetta blogg. Það er að ég blogga bara þegar ég nenni svo þetta verði ekki að e-i kvöð.

Allavega. Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast. Fór til Þýskalands síðustu helgi með bekkjarfélögum hans Hrannars. Fórum að sjá Hamborg-Dortmund í Hamborg. By the way, mér finnst Hamborg skítapleis, allavega sá partur sem ég sá af borginni. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er gríðarlega skekkt sýn en það sem ég sá var ekki upp á marga fiska. Ég veit að ég fékk bara nasaþefinn af borginni (vorum bara einn dag þarna í afmörkuðum hluta borgarinnar). Hún er skítug, er meðan þennan austur-þýska múrsteinabrag yfir sér án þess að maður nái að graspa sögu borgarinnar eins og maður gerir svo áþreifanlega t.d. í Leipzig. Einn strákurinn í bekknum hans Hrannars hafði búið þarna og fór með okkur í pínu túr um borgina. Aðallega þó hóruhverfið- akkúrat, ég veit hvað þið hugsið og það er alveg rétt. Djöfull eru þetta viðbjóðslega sorglegt. Eymdin skín úr andlitinu á greyið konunum. Með svona flótta-augnaráð eins og unglingar í rugli. Æi, þessi hluti ferðarinnar var ekki að mínu skapi. Rúsínan í pylsuendanum var svo strippklúbbur (sem ég og Clive-breski gæinn í hópnum- héldum að væri casino) þar sem við áttum á fá einhvern voða díl á bjór af því við vorum svo margir. Bjórinn kostaði síðan fucking 5 evrur!!!- það er HELMINGURINN af bjórkassa Þýskalandi. Ertu ekki að grínast-hvað mér fannst ég narraður. Síðan voru sætin þannig að maður sat eins og í bíói og allir snéru að sviðinu. Engin borð eða neitt- bara bekkir sem snéru að sviðinu. Síðan voru þessar blessuðu konur allar yfir fertugu og við sárvorkenndum þeim svo mikið að við meikuðum ekki að horfa í áttina að sviðinu. Störðum bara eins og hálfvitar ofan í bjórinn og snérum gegnt hvorum öðrum í svona 2og2 pörum og drifum okkur að klára bjórinn til að komast út. Allt hálf asnalegt.

En síðan var komið að sjálfum tilgangi ferðarinnar. Leikurinn. Hamborg spilar á AOL Arena sem er geðveikur leikvangur. Tekur um 60.000. Hann var kjaftfullur (56000 á vellinum). Við komum aðeins of seint (út af hel. hóruhverfinu- ég var brjálaður út af þessum seinagangi). Allavega svona var þetta:

Lögðum einhvers staðar í rassgati og þurftum að hlaupa í 10 mín. til að komast að vellinum. V0rum á mjög góðum stað í stúkunni. Eiginlega mitt á milli stuðningsmanna HSV og Dortmund. Dortmund á eitt besta stuðningliðið í Þýskalandi (eru eins og Toon army hjá Newcastle) og stuðningsmenn þeirra sungu allan tímann og voru með gígantískt stóra fána sem þeir veifuðu allan leikinn. Leikurinn var opinn og skemmtilegur. Mikið af góðum leikmönnum í báðum liðum og það var tiltölulega mikill hraði í leiknum. Leikurinn fór 2-4 fyrir Dortmund og eiginlega öll mörkin voru ótrúlega flott. Eftir leikinn voru HSV aðdáendurnir ekkert allt of ánægðir með lífið og tilveruna og við sáum nokkrar bullur vera leita að slágsmálum (drifum okkur í burtu starandi niður í jörðina) og finna einhver.

Allt í allt var þetta mjög skemmtileg ferð. Ég væri að vísu alveg til að fara aftur til Hamborgar og upplifa hana eftir mínu höfði. Fara í "almennileg" hverfi (þe. hverfi með fólki í fötunum)-kíkja á kaffihús og sjá hvað það er sem gerir hana fallega en ekki ógeðslega. Kannski býð ég bara Erlu í rómantíska helgarferð niður eftir einhvern tíma. Það væri gaman. Ég er nefnilega viss um að borgin hefur upp á margt annað að bjóða.

Ég verð líka láta fólk vita af því að ég rústaði hornafjarðarmanna í bílnum á leiðinni-Guðni og Hrannar sáu aldrei til sólar. Þeir voru að vísu talsvert duglegri en ég í bjórnum og ég held að það hafi verið farið að setja þá út af laginu undir rest. En sigur engu að síður staðreynd.

Smelli inn myndum frá þessari ferð á eftir.

Servus,
Elli.

Comments:
Velkominn til baka frá Hamborg, ég fór að ryfja upp að ég bjó þar í 3 mánuði 1970. Við vorum þarna 11 rafvirkjar að vinna í skipasmíðastöð frá okt til jóla. Ég hef oft verið að hugsa um að fara og heimsækja Hamborg og athuga hvort hún væri í raun svona dökk og leiðinleg. Á þessum 3 mánuðum held ég að enginn hafi farið tvisvar sinnum niður í st Pauli. Það ryfjaðist líka upp hvað þetta var ömurlegt hverfi og einmitt niðurlægjandi tilfinnig að vera að reyna að skemmta sér þar. Hverfis barinn virkaði betur. Þetta var svo allt öðruvísi en heima á klakanum, allt til sölu og ekki ósvipuð leiðinda tifinning og ég fæ stundum þegar að ég horfi á dýr í búrum. það var gaman að lesa um vallarferðinna, því hún minnti mig á að hópurinn fór á völlinn að sjá Dinamo Moskva spila á móti Hamborgar liðinu, ef ég man rétt þá var Uwe S fyrirliði Hamborgarliðsins líka fyrir liði þýska landsliðsins. það var feikna stemming á vellinum og sáum að stærstum hluta um rússnesku hvattningunna, sungum Volga Volga og öskruðum tavarisj, íslenskan gekk sem rúsneska þó hvorki þjóðverjar né rússar skyldu orð, enda við greinilega frá héraði sem hafði mjög sérstaka málýsku. Þjóðverjar unnu leikinn sem betur fer því við yfirgáfum svæðið ekki þegjandi heldur syngjandi eða þannig Internationallen. Elli þú sér að það er ekki að ástæðulausu sem ég er að finna að því ef þú nennir ekki að skrifa. það gefur mér ekki bara tækifæri á að fylgjast með og taka þátt, heldu líka að fara til baka gamla minninga slóðann og hafa gaman af. Gamli
 
Velkominn til baka frá Hamborg, ég fór að ryfja upp að ég bjó þar í 3 mánuði 1970. Við vorum þarna 11 rafvirkjar að vinna í skipasmíðastöð frá okt til jóla. Ég hef oft verið að hugsa um að fara og heimsækja Hamborg og athuga hvort hún væri í raun svona dökk og leiðinleg. Á þessum 3 mánuðum held ég að enginn hafi farið tvisvar sinnum niður í st Pauli. Það ryfjaðist líka upp hvað þetta var ömurlegt hverfi og einmitt niðurlægjandi tilfinnig að vera að reyna að skemmta sér þar. Hverfis barinn virkaði betur. Þetta var svo allt öðruvísi en heima á klakanum, allt til sölu og ekki ósvipuð leiðinda tifinning og ég fæ stundum þegar að ég horfi á dýr í búrum. það var gaman að lesa um vallarferðinna, því hún minnti mig á að hópurinn fór á völlinn að sjá Dinamo Moskva spila á móti Hamborgar liðinu, ef ég man rétt þá var Uwe S fyrirliði Hamborgarliðsins líka fyrir liði þýska landsliðsins. það var feikna stemming á vellinum og sáum að stærstum hluta um rússnesku hvattningunna, sungum Volga Volga og öskruðum tavarisj, íslenskan gekk sem rúsneska þó hvorki þjóðverjar né rússar skyldu orð, enda við greinilega frá héraði sem hafði mjög sérstaka málýsku. Þjóðverjar unnu leikinn sem betur fer því við yfirgáfum svæðið ekki þegjandi heldur syngjandi eða þannig Internationallen. Elli þú sér að það er ekki að ástæðulausu sem ég er að finna að því ef þú nennir ekki að skrifa. það gefur mér ekki bara tækifæri á að fylgjast með og taka þátt, heldu líka að fara til baka gamla minninga slóðann og hafa gaman af. Gamli
 
Takk fyrir skemmtilegt innlegg, pabbi. Ég mana þig til að byrja sjálfur með bloggsíðu. Ég skal hjálpa þér ef þú vilt (ekki það að ég sé einhver snilli).

En það hafa greinilega aðrir upplifað Hamborg eins og ég, þe. ekki æðislega. Gott að heyra að ég er ekki einn um það.

Elli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]