Thursday, November 30, 2006

 

Eksamenstid...

Nú er þetta byrjað. Prófin að nálgast og allt á fullt. Bæta þarf fyrir syndir hins liðna og lesa það sem ekki var lesið. Tekur tíma og er ekkert sérlega skemmtilegt. En...en, það þarf bara að taka á þessu. Eða eins og menn segja svo oft í handboltanum á einföldu "banka-máli"; maður þarf að leggja inn fyrir því sem maður ætlar að taka út. Hvort sem það er Íslandsmeistaratitill eða góð einkunn á prófi þá stenst þessi gullmoli alveg. Engin gríðarleg speki en slík speki oftast hvað merkilegust.

Samt bölvað kjaftæði sem margir af þessum "vísindasamfélagsmönnum" hafa látið út úr sér eða skrifað á blað í gegnum tíðina. Sér í lagi í samfélagsvísindum. Ég stend mig oft að því að velta fyrir mér hvað þeir hafi verið að hugsa þegar þeir voru að fullgera þessar pælingar sínar. Hvað hafi áhrifað þá og þar fram eftir götunum. Hvernig þeim gat verið alvara. Geri mér fyllilega grein fyrir sögulegum mun á samfélögum fyrri tíma og þess sem við lifum í dag. Himinn og haf á milli. Fyrir utan alla þekkinguna sem safnast hefur saman. En common... er get í gegnum heilann á þér, hálfvitinn þinn!!! Sorry, er orðinn pínu þreyttur á lestrinum. Ætla samt að setja pínu dæmi hérna mér til stuðnings og svo þið getið vorkennt mér svolítið (ja, eða hlegið með mér):

Auðvitað út frá psychodynamic kenningarsmiðum:
-Það er verið að spá í persónuleikaröskunum. Set bara upp fullyrðinguna. Þið megið svo hlægja:
"Frustrations at the oral biting stage yield aggressive oral tendencies such as sarcasm and verbal hostility in adulthood. These oral-sadistic characters are inclined to pessimistic distrust..."

Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa ekki verið oft með sár í munninum þegar ég var ungabarn. Hefði bara getað orðið að oral-sadista!! Verið endalaust að segja ógeðslega hluti við annað fólk vegna óleystrar spennu frá því ég var með sár í munnvikinu þegar ég var 6 mánaða gamall.


Ætla að halda áfram.
Heyrumst, Elli.

Comments:
Halló, gott er að vita að þú hefur nóg að gera. Það er nú kannski ekki rétt að vera gera lítið úr sári í munni. Líklega er það þó lítið hjá þeim þjáningum sem fylgja þeim börnum inn í fullorðinsárinn sem ekki var gætt að halda á jafnt á hægri og vinstri handlegg! Það er nokkuð ljóst að þessir einstaklingar eiga æfinlega erfitt með að taka ákvarðanir eru óratvísi og hættir til að verða fanatískir hægri eða vinstri menn. Þetta verður jafnan óhamingjufólk. það hlýtur að vera stór kafli um þetta fólk. Gaman að fá fylgjast með blogginu þínu.Gamli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]