Thursday, November 16, 2006

 

Ísland...

Ég er búinn að reyna skrilljón sinnum að setja inn stóra færslu með fullt af myndum en einhverra hluta vegna virkar það ekki. Dettur bara allt út þegar ég ætla að birta það eða vista. Þoli þetta ekki lengur. Þannig að ég ælta að setja inn stikkorða færslu um veru mína hér á Íslandi og hvað á daga mína hefur drifið.

Ég kom á föstudaginn. Allt of seint í steggjunina hans Agga út af ofsaveðri á Íslandi. Náði samt að plata hann. Áttum frábært kvöld þar sem sumir gubbuðu hrefnu en aðrir ekki. Búinn að vera í slökun í Stigó þar sem stjanað er við mig. Æðislegt. Virkileg orkuhleðsla. Fór að sjá nýfædda dóttur hans Snorra sem heitir Hulda Liv og er algjörlega snýtt út úr nösinni á pabba sínum (þó ekki í eiginlegri merkingu náttúrulega). Hef hangið á kaffihúsum, borað í nefið og hitt vini og vandamenn. Hef aðeins einu sinni farið í sund. Þori ekki aftur vegna kulda. Viss um að verða úti og deyja á heitapotts-bakkanum. Gert þetta venjulega í bland við að slökkva á heilanum. Finnst það fínt. Nóg verður hann notaður í desember og janúar.

Ég ætla að reyna aftur við þessa myndafærslu bráðum. Hlýtur að ganga upp. Eða eins og Pálmi söng svo fallega hérna um árið (var það ekki örugglega hann) "reyndu aaaaaaaAftur, ég...."


Elli.

Comments:
Ekki gefast upp..
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]