Friday, November 30, 2007

 

Hjólaðu strákur, hjólaðu!


Gunnar Tumi er farinn að hjóla án hjálpardekkja!
Við feðgarnir röltum áðan út í kiosk að kaupa föstudags ísinn. Allt í einu vildi GT láta taka hjálpardekkin af og ég "gúdderaði" það og vippaði þeim af þegar við komum heim. Ég var klár með kústskaftið til að styðja við pjakkinn en hann starði bara á mig og sagði "pabbi, þú þarft ekkert kúst, ég kann alveg að hjóla". Ég jánkaði bara og brosti með sjálfum mér (hélt að hann væri bara svona líkur pabba sínum og myndi þrjóskast við og síðan hrynja á hausinn). Síðan sest hann upp á hjólið og straujar af stað. Hjólar eins og hann hafi aldrei gert annað. Pabbinn í panik...ég bjóst náttúrulega engan veginn við því að hann gæti þetta..."bíddu Gunnar, ekki svona hratt, bíddu...passaðu þig". Svo stoppar hann bara og segir "pabbi, sjáðu bara. Ég kann alveg að hjóla".

Comments:
Frábært! Þegar börnin læra að hjóla líður manni eins og þegar þau taka fyrstu skrefin. Yndislegt alveg!

Bryndís
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]