Sunday, September 30, 2007

 

Heibba heibba...

Mættur. Veikindi og slen hafa verið að hrjá okkur fjölskylduna undanfarna daga. Fyrst steinlágu krakkarnir og svo lágum við Erla...við urðum að vísu ekki neitt ógurlega lasin.

Haustið er farið að svífa yfir vötnum og svona grámi sem liggur yfir öllu. Haustið er eitthvað svo pólað. Annars vegar kemur einhver tilhlökkun til vetrarins og alls sem hann ber með sér. Ný viðfangsefni, nýtt fólk og fullt í gang og allt það. Umhverfið og litirnir verða djúpir og fullir af einhverri meiningu og yfirvegun og fólkið fylgir í kjölfarið í rútínubundna yfirvegun líka. En í sama mund fylgir haustinu líka einhver þyngsli...einhver grámygla og orkuleysi. Svona hangover eftir sumarið og pínu hræðsla við alvöru vetrarins.

Pétur Ben. er víst að fara að spila hérna í Arhus um helgina. Spilar í Voxhall og ég var að spá í að kíkja á hann. Fín platan hans "wine for my weakness". Það er alltaf svo gaman að fara á tónleika. Veit þó ekki hvort hann slái við !!!(chk chk chk) tónleikunum í Voxhall. Það verður erfitt.

Ætla að detta í hámenninguna (So you think you can dance nefnilegast).

Heyrumst.

Comments:
Flott nýja lookkið þitt :) .... en þú verður að setja inn alla gömlu linkana - þú ert nefnilega upphafssíðan í blogghringnum mínum þegar ég nenni ekki að læra !!
 
hæ prufa
 
Pétur Ben er auðvitað bara æðislegur - sérstaklega læf. Oh, hvað ég öfunda þig. Endilega drífðu þig!

Já, flott nýja lúkkið ;)

Knús á ykkur öll
Bryndís
 
sæll gamli minn ég þarf að fara að heyra í þér, ég er nefnilega að fara að mæta til Arhus 17okt. við þurfum að skipuleggja einhvern hitting!
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]