Saturday, August 25, 2007

 

Heil og sæl.

Heil og sæl, heil og sæl.

Langt síðan síðast enda er ég kannski ekki sá sterkasti í þessu bloggi. Eeeeen, ég verð að reyna. Annars munu allir mínir dyggu lesendur verða fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Fólk af öllu tagi, alls staðar í heiminum. Svo að ég mun ekki láta deigan síga (ótrúlega boring blogg þegar fólk er að afsaka það að það bloggi ekki oftar. Ömurlegt helvíti. En svona er ég bara; ömurlegur).

Við erum komin heim. Heim í yndislega litla, idiot-proof heiminn okkar. Kosý og afslappað. En annars erum við skötuhjúin búin að vera eins og brjálæðingar við æfingar. Stefnan sett á undirfata auglýsingar...sundskýlu framleiðandinn Speedo hefur sett sig í samband við mig og vill vita hvenær ég verð kominn í nægilega gott form. Næ líklega katalognum fyrir næsta vor. Búið ykkur undir að sjá fyrsta apann í speedo. Er nefnilega búinn að þvertaka fyrir alla vaxmeðferð fyrir myndatökurnar. Þetta verður spennandi.

Anyways...ætla að fara til Horsens og sjá þykjustu víkinga þykjustu drepa hvern annan við mikinn fögnuð viðstaddra (erum að fara á víkingahátíð í Horsens).

Heyrumst.

Comments:
www.blog.central.is/argangur82
 
Heill og sæll elsu kallinn minn og allt þitt fólk, fínt að sjá að þú fannst síðunna aftur. Andagift og djúpar pælingar fylgja vonandi í kjölfarið. Njóttu dvalarinnar í í ofurskipulagðri Danmörk, þú þarft ekki að vera lengi í gamla landinu til að láta hraða, skipulagsleysi og smákóngatilburði fylla þig löngun í Kósýlandið. Knúsaðu börn og konu frá mér, ég hringi í fyrramálið. Gamli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]