Friday, March 16, 2007

 

Flöskudagur...

Ég var eitthvað að bauka í dagbókinni minni og var að tala (e-ð sem ég geri afskaplega mikið af) með sjálfum mér. "föstudagur...flöskudagur..." og þá rifjaðist upp fyrir mér allar þær stundir sem ég eyddi í að hlusta á tvíhöfða á gamla x-inu. Hlusta á Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans. rugla um lífið og tilveruna og á hverjum föstudegi þá rifust þeir um hvað það væri óþolandi þegar fólk segði "jæja, bara kominn flllööskkudagur...ehh". Ég gat hlegið endalaust yfir þessari vitleysu. Það voru víst sömu týpurnar og sögðu "eh...hvað segir kjallinn?" og töluðu líka um "kjellingarnar". Og svo pikkaði maður húmorinn þeirra upp og reyndi að apa eftir þeim með mismunandi hætti og vera fyndinn (ekki er ég fyndinn bara svona af sjálfsdáðum...það er á tæru). Oh...those we´re the days. Allur í flækju í eigin tilveru vitnandi í verðandi presta og fyrrverandi þungarokkara í von um að vera fyndinn.

Var að kaupa miða á Midlake. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá ætla ég að bera út boðorðið og mæla með þeim. Gáfu út mjög skemmtilega plötu í fyrra sem heitir The Trials of Van Occupanther (eru víst búnir að gefa út eina aðra en ég hef ekki fundið hana). Allavega ég keypti miðann minn á 90 kr. og Erla var að kaupa sér miða á George Michael fyrir 700 kr. Ertu ekki að fuckin´ grínast hvað það er verið að blóðmjólka fólk? Goggi Whammari á 700 kall (þetta er allavega 8.500 ísl. kr.)!! Ok, hann er alveg ógeðslega sætur og hann hefur átt þónokkra smelli. Gaman að sjá hann á tónleikum. Hann er eins og Raggi kunningi minn komist að orði svona "spectacle" týpa (það er ekkert almennilegt orð yfir spectacle á íslensku, bein þýðing væri hátíðasýning. Það er alveg ömurlegt orð og graspar ekki meininguna). Ég er alveg sammála því. Madonnu fílingur. En common. Mér finnst þetta allt of dýrt. Radiohead og U2 væru ekki svona dýrir. Ef að Elvis myndi halda tónleika í apríl í Árósum þá væri það heldur ekki svona dýrt!! Ég fullyrði það.

Annars styttist óðum í Tenerife og ég þarf að fara hysja upp um í skólanum. Ekkert í volli svo sem en það væri fínt að vera með hlutina á tæru svona einu sinni. Það er komið vor hérna í Árósum og maður fyllist einhvern veginn af lífi. Það er stutt í manískt-depressíva Íslendinginn í manni sem stöðugt þarf á birtu að halda til að vera glaður. Æji...ég er alveg að fíla þetta. Fínt að rúlla aðeins á milli hæða og lægða. Vera ekki alltaf í "húsinu á sléttunni" pakkanum.

Ætla að fara að kíkja í physiologí-ina. Það verður stuð. Skál...lifi flöskudagurinn!!

Comments: Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]