Wednesday, October 11, 2006

 

Samúel...

Hvar værum við Íslendingar staddir ef við ættum ekki Samúel Örn Erlingsson til að lýsa fyrir okkur íþróttaleikjum? Hann er yndislegur þessi maður. Ég er að hlusta á lýsinguna Ísland-Svíþjóð og Hr. Samúel er á mæknum. Hér kemur ein setningin frá kappanum; "það væri nú laglegt ef fuglar ætluðu að fljúga með hendur meðfram síðum". Ég bið ykkur um að hafa í huga að maðurinn er að lýsa fótboltaleik. Hvað með hendur fuglana? Þekkið þið til margra fuglategunda með hendur. Flestar sem ég þekki til hafa vængi. Hvað kemur handaflug fugla fótboltaleik við? En hann er samt æðislegur. Algjör þjóðargersemi. Áfram Sammi!!! (eina sem ég get sagt...fótboltalandsliðið okkar er svo afspyrnu slakt).

Comments: Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]