Friday, October 27, 2006

 

Pabbi, er pizzadagur í dag?

Börnin mín eru afar vanaföst. Einn vaninn, sem líklega er orðinn að hefð, er að borða heimabakaða pizzu á föstudögum. Annað hvort hérna heima eða hjá Lindu og Hrannari. Í morgun fór ég með Gunnar Tuma í leikskólann og hann spurði nokkrum sinnum á leiðinni hvaða dagur væri í dag (eins og hans er von og vísa... pínu obsessívur sjáiði til). Ég svaraði alltaf því sama, "föstudagur", enda ekki kominn nýr dagur eftir þessar örfáu sekúndur sem liðu milli spurninga. Eftir svolitla stund segir hann síðan; "nei pabbi. Í dag er pizzudagur".

Áðan skaust ég út í skóla til Köru til að fara með hrekkjavökubúning til hennar. Eftir pínu spjall spurði hún mig hvort það væri ekki örugglega pizza í dag? Ég svaraði játandi. Svo segir hún "pabbi, föstudagar ættu eiginlega að heita pizzudagar". Ég svaraði "jaaá, en það væri nú kannski ruglingslegt fyrir alla aðra sem ekki skildu hvaða dagar það væru". "Já, en pabbi þá segjum við þeim það bara".

Ég er hrifinn af hefðum og venjum. Ég held að Kara hafi rétt fyrir sér. Mér finnst að föstudagar eigi að heita pizzudagar. Nú, og ef einhver skilur ekki hvað átt er við með því "þá segjum við honum það bara". Allt er þó gott í hófi. Meika ekki alveg Bæjaralands-pakkann þar sem hefðir eru svo margar og ríkar að mestur hluti hvers einasta dags er planaður í kringum komandi eða núverandi hefðir. Þegar við bjuggum í Þýskalandi fékk ég ósjaldan að heyra frasann "já, við erum nú vön að gera þetta svona" eða "hefðin er nú að gera þetta svona". Meira að segja í handboltaleikjum héldu þeir fast í hefðirnar sínar (sem voru ekki góðar innan þessa handboltaliðs vegna þess að þeir voru afskaplega slakir í handbolta). "já, við erum vanir að spila þetta svona og þess vegna höldum við því áfram". Yndisleg rök og vanafesta. Sérstaklega hagnýtt þegar þú tapar flest öllum leikjum á "hefðinni þinni".

Fyrir utan þennan pínu útúrdúr til suður Þýskalands þá hvet ég alla til að koma sér upp einhverjum skemmtilegum venjum sem seinna verða að hefðum. Ég vil gjarnan vera með ef einhver lumar á einhverri sniðugri hugmynd sem hægt væri að gera að vana. Til dæmis, alltaf annan hvern þriðjudag eru bíódagar. Eða, á einn fimmtudag í mánuði eru "úti að borða" kvöld.

Comments:
Mig minnir ad

Føstudagur: Pulsudagur
Laugardagur: Pizzudagur
Sunnudagur: kjúklingardagur

Held svo reyndar ad Mánudagur hafi verid fiski dagur.... eins og hjá most pep...

Mattapatta århus skrudda
 
And those were the days!!!

I dag er sko kjúklingardagur hjá okkur

Mánudag, thridjudag, midvikudag, fimtudag, føstudag, sunnudag

Laugardagur... edalkjøt sem rennur vel nidur med gódu raudvíni

mwaha

mattpatt
 
hæj..
mér líst vel á pizzadagana. ...og bloggið :)
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]