Tuesday, August 08, 2006

 

stigaleiða byttan......

Í dag er þriðjudagur og um helgina bætti ég persónulegt met. Met sem sumir eru kannski lítt stoltir af eða hreint og beint leyna en ég geri það hins vegar ekki vegna þess að ég hef alltaf verið aðeins of correct. Skynsami gæinn. En skynsami gæinn var drepinn um helgina þegar ég fór út á lífið þrjá daga í röð. Þessu hef ég aldrei áður náð. Og ástæðan er kannski ekki einungis sú að ég hef alltaf verið svo correct. Hún er líka fólgin í því að ég varð alltaf svo þunnur eftir djamm að ég orkaði ekki svona "make it-take it". Svo að uppi stendur stoltur en jafnframt pínu subbulegur Elli. En hey, það eru ekki allir sem eru menn í þetta (pínu skot á Hrannar og innviða slóðina sem hann skildi eftir í fossvoginum á laugardagin;)).

Núna styttist óðfluga í það að ég og gríslós fljúgum út. Eða eins og þau segja jafnan "fyrst förum við í bíl, svo förum við flugvél, svo förum við í lest og síðan förum við í leigubíl" og svo bætir Kara við hálfþreytt á þessu "...og svo þurfum við að labba upp allar tröppurnar með töskurnar". Hún verður snögg að venjast tröppunum eða helvítis stiganum eins og hann er venjulega kallaður meðal fullorðinna sem eiga leið upp þær.

Jæja, verð svo duglegur að blogga þegar ég kem út. Ætla að fara að bæta fleiri met. Detta í það á þriðjudegi...ég hef aldrei gert það áður. Ja eða hrynja í það með kardimommudropum (það er ekki til neinn bjór)...það hef ég heldur aldrei gert áður. Og geri líklega aldrei. Held að ég beili á því að setja fleiri met í bili. Set kannski einhver met "í félagi við aðra menn" úti sveit um helgina.

Bæjó, Elli.

Comments: Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]