Saturday, August 26, 2006

 

dagurinn í dag...

Það er búið að vera fáránlega heitt hérna í dag. 30+. Eiginlega of heitt fyrir mig. Ég er satt best að segja búinn að vera hálf sveittur allan daginn. Spurning hvort maður verði beðinn um að skipta vinsamlegast um bol og setja poka í skóna svo það sulli ekki svona úr þeim-eins og gæinn þarna um árið:) (það er alltaf jafn góð saga).

Auður Erla gisti hjá okkur eftir föstudagspizzuna í gær. Grislós og hún tóku upp á því að vakna voða hress upp úr 6 í morgun. Engin leið að fá þau til að kúra eitthvað frameftir. Alltof aktív þessar rófur. Allavega. Ekkert annað að gera en að plokka stírurnar og hella upp á. Allt sett af stað nágrönnunum til mikillar óánægju. Auður var komin með skopparabolta sem hún dúndraði endurtekið í parketið um hálf sjöleytið. Fannst það ekkert smá gaman. Ég hefði á þeim tímapunkti verið til í að vera í heimsókn í kollinum á nágranna mínum sem þarf að láta sig hafa þessi ósköp. Hún skildi síðan ekkert í því þegar ég bað hana um að hætta-hitt fólkið væri að lúlla. Leit bara í kringum sig á sá mig, Köru og Gunnar Tuma vakandi. Og sagði síðan "enginn lúlla" og náði ekki alveg þessum leiðindum í mér.

Ég fór líka að keppa í fótbolta með Heklu. Hjólaði eitthvað lengst í rassgat til að komast að vellinum. Villtist og allt. Það var svo sem allt í lagi-fínt að hjóla í góðu veðri með góða tónlist í eyrunum (hlustaði á "nýju" Ampop plötuna sem er by the way rosa fín). En "Butcher" hefur framið sjálfsmorð og við andlát hans fæddist hinn "fullkomni" framliggjandi miðjumaður. Já, hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég væri að spila framarlega á vellinum. Væri í djúpinu milli miðju og sóknar. Satt best að segja nenni ég varla aftur fyrir miðju. Kannski bara búinn að uppfylla "varnar" kvótann fyrir lífstíð. Allavega. Þetta er rosa gaman. Gaman að spila 11 manna bolta aftur. Ég er samt ansi ryðgaður. Með lélegt touch og lengi að drulla þessu frá mér. En það er samt ennþá þannig að það heyrist ekki jafn mikið í öðrum leikmönnum og mér, og það eru heldur ekki margir sem ná að komast fram hjá mér. Ja, ef þeir gera það þá eru þeir bara sparkaðir niður-þannig að í rauninni kemst enginn framhjá mér. Það er svo fyndið að þó þetta eigi að vera svona "léttur bolti sem snýst bara um að hafa gaman" þá verða allir snar vitlausir um leið og flautað er til leiks. Skemmtilegt. Alveg fyrir mig. Hlaupa á eftir bolta og öskra. Hvað endurspeglar mig betur?

Comments:
til hamingju, kallinn minn, með að vera kominn inn - frábært!!
 
Hæ Butcherinn dauður! láttu þér ekki detta það í hug, hann er bara í dvala, tilbúinn hvenær sem er og á þarf að halda. 'Eg sé þig reyndar fyrir mér í huganum brosandi hringinn í fótbolta, njótttu. Knúsaðu familíuna frá mér.
Kveðja Gamli.
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]