Friday, July 28, 2006

 

Fullnaðarsigur...

Jebb... tók Árósarháskóla á ippon ("júdískur" fullnaðarsigur) og náði fullnaðarsigri gagnvart þessum skröttum þarna í sálfræðiskor. Ég er sem sagt endanlega og fyrir fullt og allt kominn inn!!! Akkurat núna er ég að syngja in your face humm eitthvað. Ég er ánægður með þetta og þungu fargi af mér létt. Núna verður lítið mál að mótivera sig fyrir námið (á án nokkurs efa eftir að fá þessi orð í hnakkann seinna í vetur... og tilfinningin verður svipuð þeirri og að fá harðan snjóbolta í eyrað á köldum en blautum vetrardegi).

Ég er að fara í grill til meistara Snorra í kvöld. Hlakka mikið til enda er væntingarnar alltaf miklar þegar hann á annað borð reimar á sig svuntuna. Síðast fékk ég geðveika grillaða pítsu og núna verður án nokkurs efa eitthvað gúmmulaði. Daddi verður þarna líka þannig að þetta verður gaman. Ætla að sletta hóflega (það er ekki ærlega) úr klaufunum í kvöld. Tek hæglátu traktor aðferðafræðina á þetta. Enginn tryllingur en gríðarleg innri gleði sem í vætlar í rólegheitum út í dagsbirtuna. Ætli myndbirting þess að vera fullur af innri gleði en leyfa henni að vætla út í rólegheitum gæti ekki verið eitthvað á þessa leið: maður sem er nýbúinn að fá bestu fullnægingu lífs síns en er svo örmagna eftir "polkað" að hann fær sig ekki hreyft. Situr, ja eða liggur... allt eftir hentugleika og stellingum í það og það skiptið, grafkyrr og smælar bara framan í heiminn.

Jæja, ætla að fara plokka augnbrúnir, fleygja gúrkum á bauga, raka á mér bakið og klára þessi helstu verk sem þarf að klára fyrir kvöldið. Hey... og þið sem eigið heima í Árósum þá hlakka ég til að eyða með ykkur vetrinum. Sé ykkur.

Elli.

Comments:
Frábært að allt þetta vesen þitt hafi borgað sig.. Innilega til hamingju með þetta Elli minn.. Hlökkum til að sjá ykkur eftir nokkra daga..
Knús
Hrabba
 
Takk kærlega... Ég er líka farinn að hlakka til. Hef heyrt að það sé ágætis veður þarna í Danmörku.

Sjáumst,
Elli
 
snilld að þú hafir komist inn!!! til lykke!!! og ég skal detta í það á þriðjudegi með þér í vor þegar ég kem til aarhus")
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]