Wednesday, February 28, 2007

 

miðvika...

Ekki mikið í gangi hjá mér...nema að við erum að fara til Tenerife um páskana (við fjölskyldan og Linda, Hrannar og Auður Erla)!! Jebbs, það verður geðveikt...sunblock á alla í okkar familíu allan tímann nema köru. Veit ekki alveg hvað maður er að spá. Gæti alveg eins verið í úlpu þarna á Kanarí. Ekki verð ég brúnn svo mikið er víst. Verður rauður og svo...neibb því miður bara aftur hvítur. Annars er ég nú búinn að láta það flakka að ég verði eingöngu á g-streng og hlýrabolnum frá lendingu og fram að brottför. Hvernig finnst ykkur það? Já, ég vissi það. Alveg það sama og mér finnst...TÖFFFFF.

The school er byrjaður á fullu og ég hundskast upp í skóla á hverjum degi. Er kominn með félaga með mér í skólanum sem heitir Haukur og á hann þökk skilið fyrir að vera til staðar og drekka kaffi með mér í skólanum. Var farinn að klepra á þessari einveru þarna og eiginlega hættur að nenna læra upp í skóla...sem svo gerði það aftur að verkum að lærdómurinn fór fyrir lítið þar sem ég er ekki nægilega duglegur heimafyrir (alls konar truflandi faktorar hérna heima). Þannig að þetta er allt í áttina. Það hefur lítið breyst í sálfræðiskor Árósarháskóla frá síðustu skrifum mínum um nemendurna þar. Pjöllurnar ennþá með Snooby strokleðurinn sín og hugga sig með teppi við fyrirlestra virtra fyrirlesara spöglerandi í hverju þessar elskur eigi að vera í um helgina. Æji, þær eru svo sem ágætar. Eru alveg til að ljósrita fyrir mann lesplönin sín og lána manni glósur úr síðasta tíma og svona. Það vantar samt allt fútt í þetta lið. Það er aldrei svona "alvöru" fílingur þarna. Bara kaffi-andfýla, hár út í loftið og svitafýla eftir lestur næturinnar. Aldrei bara "æji fuck it hvað ég nenni ekki að spá í þessu liði í dag". Aldrei stelpa (eiginlega eingöngu stelpur) sem kemur án þess að hafa haft sig aðeins of mikið til. Þið vitið týpuna...aðeins of mikið til haft hárið og aðeins og mikil ilmvatnslykt.

Ég er nú samt ekkert svona reiður. Byrjaði bara að ausa úr skálum reiði minnar (eiginlega alveg óvart...ætti kannski að tékka nánar á þessu...hvort það þurfi að kreista þetta kýli enn fremur og vinna með það). En áður en ég fer að snerta á viðkvæmari málefnum en veimiltítuhætti sálfræðinema í Árósum þá ætla ég að hætta, bjóða góða nótt og segja bæjó.

Elli.

Comments:
Eg sa etta lika fyrir mer, enda svaf eg ekkert i nott! hver ætlar ad taka filinn?
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]