Thursday, February 22, 2007

 

Denmark...klikkar ekki

Við erum komin til Danmerkur aftur. Gott að vera kominn heim eftir fínt stopp á Íslandinu góða. Gaman að hitta alla þá sem manni þykir vænt um og búa á skerinu.


En þegar við komum til baka byrjaði að snjóa og það hefur kyngt niður snjónum hérna á Jótlandi. Í dag var það síðan þannig að öllu skólahaldi var aflýst, strætó gekk ekki og fólk var flest bara heima hjá sér í dag. Ég ætla svo sem ekkert að gera lítið úr þessum snjó en hann er alveg garanterað ekki svo mikill að ekki sé hægt að fara í skólann eða sinna sínu daglega amstri. Danirnir eru alveg í sjokki. Skilja bara ekkert í þessu. Set inn nokkrar myndir af ósköpunum.








Ég hef alltaf dáðst að einu í fari Dana og það er þessi samhugur sem einkennir þjóðina. T.d. var sett upp sérstök tilkynning á heimasíðu kommúnunar (bara eins og heimasíða Reykjavíkurborgar) að fólk ætti að vitja eldri nágranna sinna og athuga hvort þeim vanti eitthvað og hvort þeim líði ekki örugglega vel í þessum mikla snjó. Hér er tilkynningin;

Se til ældre naboer i snevejret
22. februar 2007
Århus Kommune opfordrer folk til at kigge ind til, eller ringe til ældre mennesker i nabolaget og sikre sig at de har det godt og ikke mangler mad eller andre fornødenheder.




En ég er nú samt á þeirri skoðun að maður geti alveg klætt þetta af sér og labbað út í snjóinn.





En svona til að ljúka þessu þá ætla ég að setja inn mynd af sjálfum mér sem var tekin einhvern tíma í fyrra og sýnir minn innri mann. Þið sem haldið að þið þekkið mig eitthvað...hahahaha ég er búinn að vera plata allan tímann. Þetta er ég í alvörunni











Comments:
Hvað meinaru??? Þú ert alltaf svona !
 
nákvæmlega.
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]