Tuesday, January 16, 2007

 
Sorrý, long time no blog. Ekki búinn að nenna að skrifa neitt undanfarið. Var í prófum en loksins eru þau búinn. Allt of löng prófatörn. Prófin hérna í Danmörku er þannig að þau byrja í desember og eru síðan út janúar. Fáránlegt. Kannski 3 vikur milli prófa hjá manni. En það er allt saman fyrir aftan mig núna og ég kominn í frí. Kósý, mjög kósý.

Það er verið að skipta um glugga hjá okkur. Fyrst var tekin önnur hliðin í húsinu og seinna (núna) hin hliðin. Verkamennirnir eru voða yndislegir og nærgætnir en þetta er ástand sem er líklega eins og maður sé að byggja hús sjálfur. Býr í pörtum íbúðarinnar. Pínu þreytandi. En þetta tekur fljótt af. Og eftir standa nýjir og fínir gluggar, sem nota bene gjörbreyta íbúðinni. "Þetta er bara allt annað. Gvöð hvað þetta er sætt" segja allir sem koma hingað núna. Áður var það þannig að fólk ygldi sig þegar það kom inn en sagði "nei, hvað þið hafið náð að gera kósý". Alltaf bara kósý. Þegar ég flyt heim ætla ég ekki að hafa íbúðina mína bara kósý heldur ógeðslega töff líka.

Síðan er HM í handbolta að byrja á föstudaginn og handboltanördið ég er farinn að hlakka voða mikið til. Ég verð alltaf hálf asnalegur í kringum svona stórkeppnir handboltalandsliðsins. Verð alveg líkamlega stressaður þegar þeir spila (pínu svona óglatt og naga endalaust neglurnar). Vonandi að þeir standi sig. Reyndar hef ég fulla trúa á því. Við eigum frábært handboltalandslið. Líklega það besta fyrr og síðar. En það er stutt milli hláturs og gráturs. Erum kannski ekki með stóran hóp og erum með lykilleikmenn sem mega alls ekki við því að meiðast. Vonum bara hið besta og öskrum einkunnarorð Íslendinga hástöfum í von um að örlögin falli okkur í skaut; "Þetta reddast bara".

Elli.

Comments: Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]