Monday, January 01, 2007

 

Árið 2007 gengið í garð

Enn eitt árið runnið sitt skeið. 2006 var gott ár. Stundum svolítið erfitt og eiginlega alltaf viðburðaríkt. En það sem einkenndi síðasta ár hvað mest voru lausir endar sem voru hnýttir og árangri náð. Já...löngu óvissutímabili eiginlega lokið. Því fylgja góðar tilfinningar. Þægilegheit og afslöppun. Stabíliteti komið á, það er svona kjarninn í árinu frá mér séð þegar ég rúlla yfir það í huganum.

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er ég auðvitað uppfullur að mismunandi heitum sem ég er búinn að lofa mér að standa við á nýju ári. Má náttúrulega ekki gefa þau upp en þau miða meira og minna öll að því að verða að betri manni. Elska þá sem ég elska og o.s.frv. Eitt sem ég ætla þó að gefa. Það er heitið sem ég gaf mér að hætta éta jafn óeðlilega mikið magn af sælgæti og ég hef gert...ja, líklega bara frá því að ég fór að stjórna því sjálfur hvað ég setti ofan í mig. Þetta reynist líklega erfitt. En með hjálp góðs fólks (aðallega Erlu) þá mun ég sigrast á þessum löstum. Stend uppi sem champ á endinum. Múhahahahaa, gott á ykkur gómsætu sykurstykki sem voru ekki étin.

Á eitt próf eftir sem ég fer í eftir viku. Það er stórt próf og mikill lestur. En þetta er bara vika og ég skal hundur heita ef ég get ekki sinnt þessu almennilega í þann tíma.

Gleðilegt nýtt ár og megi gæfa fylgja ykkur á árinu.
Elli.

Comments:
Gleðilegt ár elskurnar allar og takk fyrir jólakortið með myndinni af fallegu börnunum ykkar :)
 
Hæ og takk fyrir síðast.
'Aramótaheit virka ekki nema þau séu gerð opinber. Ég hef langa reynslu af því að sælgæti ræðst ekki á neinn af fyrra bragði. Gamli.
 
Sæll elsku brói og þið öll fallega fjölskylda.
Bara að láta vita af okkur hérna á Grettisgötunni.
Hlakka svo mikið til að sjá ykkur eftir nokkrar vikur. Þið einbeitið ykkur bara að bókunum þangað til.
Miklar sviptingar í gangi. Allt á haus.
Heyri í ykkur bráðlega.
Malli biður að heilsa.
Lofiði nú að eiga dásamlegt ár í ár.
Kveðja Miðlunkur.
 
blessaður aftur
af hverju er alltaf blogger.com á kínversku þegar hún kemur upp hjá mér.
þetta er óþolandi, þó vinnandi sé kringum það eins og flest í lífinu.
???
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]