Tuesday, January 23, 2007

 

Loksins...

get ég bloggað aftur. Er búinn að vera í hörku bloggstuði en ég gerði þau mistök að gera e-a voða fína breytingu á blogginu sem mælt var með-þ.e. færa mig yfir í nýju týpuna. Það gerði ekki neitt nema koma í veg fyrir blogg af því ég skildi hvorki upp né niður í þessari nýju bloggtýpu. Að gera svona breytingu er reyndar ekki mjög einkennandi fyrir mig. Venjulega rígheld ég í gamlar hefðir og venjur þangað til mér er þröngvað til breytinga. Veit ekki hvað kom yfir mig. En allavega, það verða ekki fleiri breytingar á mínum háttum í bráð. Ég hef komist að náttúru breytinga og hún er ekki góð.

En að skemmtilegri málum;HM!!! Horfði á leikinn í gær eftir sniðugar ábendingar sniðugt fólks á síðunni hennar Hröbbu. Ég og Hrannar keyptum dagsáskrift á netinu og náðum leiknum. Þetta var geðveikt. Shit. Ég bara hoppaði út um allt af ákafa og gat ekki setið kyrr allan leikinn. Nú verðum við hér í Danaveldi bara að búa til e-ð HM stúdió til að horfa á leikina sem eftir eru. Ég er handviss um að við náum að komast í 8 liða úrslit. Þurfum allavega að vinna einn leik í milliriðlum. Tel að við getum vel unnið Pólverja og Túnis. Spurning með Deutchland. En Túnis á morgun.

Lifið heil.
Elli.

Comments:
Hæ, það var gaman að heyra í þér í gær, það hefur ekki slökknað á áhuganum og innlifuninni. Ég gat öskrað og stokkið um að vild í gær, var einn heima!! Elli hann Davið er í Tailandi og segist ekki geta séð RUV, getur þú sent honum leiðbeiningarnar um hvernig þú fórst að? netfangi hans er david@tmi.is Ég verð í sambandi á morgun, bið að heilsa öllum.
Gamli
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]