Thursday, January 25, 2007

 

Hæ...

Búinn að spjalla eiginlega eingöngu um HM undanfarið. Þetta er náttúrulega það sem helst ber á góma. Allir í spjalli um HM og hverjir séu nú bestir og hverjir séu sætastir (kvenþjóðin alltaf að spá í sætleika íþróttamanna...sem nota bene eru eiginlega alltaf hálf ógeðslegir svona í miðjum leik, smurðir svita og viðarkvoðu).

Erla er að fara heim á morgun í praksís og við (ég og kids) komum heim 9. feb. Verðum til 20. feb. Vil minna fólk á það að ég á stórafmæli (25) þann 19. feb og þá vil ég gjarnan fá stóra og harða pakka í afmælisgjöf í tugatali. Ekkert í heimilið eða eitthvað sem aðrir njóta góðs af. It´s just about me. Nei, svona í alvöru þá komum við heim í chill og þið megið endilega hallo-a mig og spyrja hvort ég nenni að hitta ykkur (sem ég nenni alveg pottþétt). Verð örugglega bara með danska símann.

Síðan eru það Pólverjarnir á eftir. Þeir eru með mjög gott lið. Tjernóbíl slysið Bielecki (what the fuck-hvað gerðist fyrir blessaðan manninn. 2ja metra Thom Yorke eftir asni langt fyllerí og extra gulrótarautt hár) er gífurleg skytta. Slummar á markið að 13 metrum eins og hann sé að taka víti. Eru síðan með mjög góðan miðjumann sem er í Magdeburg, rétt eins og Bielecki, sem heitir Tkaczyk. Góða hornamenn (sem eru bræður held ég alveg örugglega) og heilt yfir flott lið þar sem þorrinn af þeim spilar í Bundesligunni. Þeir eru ekkert sérstaklega sterkir varnarlega og með hálftæpa markmenn. Spila örugglega 6-0 á móti okkur (jafnvel 5-1). Frekar basic. Ef við erum aggrísívir á fótum varnarlega og erum duglegir að ganga (í skrokk á þeim) út í þá þá tökum við þá. Þurfum að stoppa Tkaczyk. Helst að taka hann svolítið fast. Fílar illa mótlæti. Svo hefur Alex tekið Bielecki í nefið í Bundesligunni. Lykill í dag er góð vörn og samvinna markmanns og varnar á skytturnar þeirra. Þurfa hirða þessar bombur utan af velli. Þetta verður spennandi.

Allavega, ég er farinn að hita upp (poppa bjór og öskra á börnin...nei nei, öskra bara á Erlu á hlýrabolnum mínum í staðinn).

Veriði margblessuð...
Elli.

Comments:
Blessaður Elli.
Fúlt að tapa leiknum áðan,,,
Svo þið eruð bara væntanleg á skerið,
flottheit að koma heim til að eiga afmæli ;)
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]