Tuesday, January 30, 2007

 

"Þetta er að skella á"...

eins og Bubbi (eða Böbba Sparks eins og gárungarnir kalla hann) segir gjarnan boxlýsingunum. Danir á eftir. Er orðinn ansi spenntur. Hef blendnar tilfinningar gagnvart þessum leik. Vongóður en kvíðinn. Held að við vinnum en meika ekki ef við töpum. Voða týpískt svo sem.

Danirnir eru með hörkulið. Kasper Hvidt er besti markmaður í heimi (spyrðu hvaða Dana sem er). Mér finnst hann klárlega einn af þeim allavega. Gríðarlegur keppnismaður og góður á "stóru mómentunum", þ.e. í mikilli spennu og miklu álagi. Það sem ég hræðist eiginlega mest hvað hann varðar er hversu góður hann er einn á móti einum (t.d. af línu, horni eða hraðaupphlaupum) og við erum að slútta svolítið mikið þannig.

Þeir spila mjög góða vörn þar sem Lars Jorgensen er þeirra fyrirliði. Það er svolítið fyndið að segja frá því að fyrir mótið þá skipaði Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, mönnum í ráðherra embætti (áþreifanleg hlutverkaskipti...þetta á víst að vera mjög móðins í vinnusálfræði). Sumir leikmenn voru skemmtiráðherrar (sáu um afþreyingu leikmanna), aðrir ferðaráðherrar (sáu um að taka bolta og annað því um líkt) og Lars Jorgensen var varnarmálaráðherra. Hann var síðan spurður út í þetta og var hálf ósáttur við hlutverk sitt, vildi mun frekar vera sóknarmálaráðherra (þó frekar í gríni en alvöru...hann er hálf stirðbusalegur í sókninni blessaður).

"Sóknarmálaráðherra" Dana er síðan Joachim Boldsen. Fermeterinn sem við elskum að hata. Hann er ekki hár í loftinu og þeim mun stærri á aðra kanta. Hann hefur verið frábær í mótinu það sem af er. Einn besti fintarinn (gabbhreyfingar) í boltanum. Minnir mig pínu á það hvernig Maradonna spilaði fótbolta. Með þyngdapunktinn mjög neðarlega og einhvern veginn aldrei hægt að setja hann í gólfið. Hann hættir aldrei og ótrúlega lunkinn við að finna göt í vörninni. Gallinn hans að mínu mati er hversu fljótt hann brýtur sig úr öllu skipulagi (öllum kerfum sem sett eru upp) sem gerir það að verkum að þetta verður pínu "one man show". Aðrir pínu óöruggir í kringum hann. Ég vil meina það að hversu hann hefur spilað vel í mótinu hafi bitnað á heildar sóknarleik Dana.

Síðan eru þeir náttúrulega með "dúlluna", hann Lars Christiansen. Búinn að skora fáránlegt magn marka en ég ætla hér með að segja ykkur eitt. Hann á ekki eftir að geta neitt á eftir að því að hann drullar alltaf á sig á "stóru mómentunum". Lítið hjarta og það bitnar á honum í svona leikjum. Ég segi að Lars Rasmussen verði kominn inn á annað hvort um miðjan fyrri hálfleik og eða í hálfleik.

Ætla aðeins að hrauna yfir Danina. Oftast hefur mér fundist þeir spila mjög góða taktík (hafa góð sóknarkerfi) en í þessu móti hefur það ekki verið eins gott að mínu mati. T.d. hafa þeir verið mikið að spila tvöfalda klippingu sem endar á því að vinstri skyttan kemur á öfugum vallarhelmingi (þar sem hægri skyttan er vön að spila) upp í skot með tvöfalda blokk. Úrslitamarkið sem Anders Oechsler skoraði á móti Noregi var að mig minnir einmitt þannig mark. Búið að þrengja skotgeira skyttunnar fullt og hreinlega bara erfitt skot. Þeir eru nefnilega í pínu vandræðum þar sem Per Leegaard (örvhenta skyttan þeirra) er ekki búinn að vera góður. Reyndar var "stjarnan" frá Aarhus Kasper Sondergaard (líka örvhent skytta) enn verri. Því hafa þeir neyðst til að hafa rétthentan hægra meginn sem gerir allt flot (hversu vel boltinn gengur milli manna) mun erfiðara og höktandi. Gæti verið sniðugt fyrir okkur að pressa svolítið á rétthentan hægra megin þegar hann er með boltann svo hann lendi í vandræðum. Tel að það verði Boesen sem spili mikið þar í dag.

Vörn, markvarsla og aggrísivur en skynsamur sóknarleikur skilar okkur sigri. Ég held að ef við spilum alvöru bolta í dag og skilum því sem við eigum að skila þá tökum við þá.

Mín spá er 30-28 fyrir okkur.

Kveðja,
Elli.

P.s. nýjasta nýtt. Per Leegaard (örvhenta skyttan þeirra) verður ekki með vegna þess að hann er kominn með influensu. Mikill kostur fyrir okkur og vísa í "rétthentur hægramegin" spjallið því til stuðnings.

Comments:
Æji litli nördinn minn. Ég hugsa til þín kl. 19/20.
x.
 
sæll erlendur!! rosalega ætla ég að rasskella þig á eftir!!! sjáumst eftir smá
 
Hæ Elli sprelli.
Datt inná síðuna þína af síðunni hennar Elfu og vildi kvitta fyrir mig.
Vonandi hefurðu það gott.
Íris Breiðholtsskóla :)
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]