Saturday, December 09, 2006

 

Hæbb....

Er kominn í jólaskap og alveg eins og í fyrra eru það Baggalútarmenn sem koma mér í jólaskapið. Það er afskaplega erfitt að komast í jólaskap hérna í Árósum. Það er 10 til 15 stiga hiti úti. Rigning og síðan styttir upp og þá kemur þessi fínasta "vorsól". Pínu öðruvísi. Vantar rok og snjó. Flýja inn úr gaddinum og detta í eitthvað jóló.

En þeir klikka ekki, Baggalútur... eru með yndisleg jólalög. Eitt er þó í uppáhaldi og er meira segja komið ofar á vinsældarlistanum en One little christmas tree með Stevie Wonder. Ég veit ekki hvaða ár það var gefið út en það heitir kósýheit par exelans. Endalaust af gullmolum í laginu og það grípur einhvern veginn jólinn, allavega mín jól.

"Góða veislu má ei skorta eftirrétt,
eitthvað sem er saðsamt en samt svo létt...
fáðu þér rúsínubrauð, nær algjörlega fitusnautt.

Allir þurfa jú að passa línurnar.
Viljum ekki enda eins og svín er það?
Fuck-it skítt með það, fáum okkur öll meiri rjóma".

Bið að heilsa.
Ætla að fá mér eitthvað saðsamt en samt voða létt.
Elli

Comments:
Gleðilegt ár kæri vinur! Takk fyrir gamalt og gott :)
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Subscribe to Posts [Atom]